Innlent

Skilorðsbundinn dómur fyrir að slá mann í andlitið

Karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist að öðrum karli og slegið hann í andlitið við Draugabarinn á Stokkseyri fyrir tæpu ári. Tönn í efri gómi fórnarlambsins brotnaði.

Maðurinn játaði brotið fyrir dómi en bar því við að um óviljaverk væri að ræða. Dómurinn heimfærði árásina undir 218. grein almennra hegningarlaga, sem nær til meiri háttar líkamsárásar. Hins vegar var horft til þess að maðurinn er ungur að árum og að hann hefði játað á sig brotið skýlaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×