Innlent

Nokkrir teknir fyrir fíkniefnamisferli á Akureyri

MYND/KK

Lögreglan á Akureyri gerði húsleit í tveimur íbúðum á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Í annarri íbúðinni fundust tæki og tól til fíkniefnaneyslu auk fíkniefnaleyfa en í hinni var lagt hald á sex grömm af kannabisefnum og þrjú grömm af ætluðu amfetamíni. Nokkrir aðilar voru yfirheyrðir vegna þessara mála en látnir lausir að því loknu eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar.

Þá voru tveir karlmenn handteknir við venjubundið eftirlit og fannst smáræði af kannabisefnum á báðum þeirra. Auk þess hafði annar þeirra kylfu í fórum sínum sem hald var lagt á. Þá var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um meint fíkniefnamisferli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×