Innlent

Málin skýrast á næstu klukkustundum

Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja stöðu efnahagsmála grafalvarlega en hvetja þjóðina til þess að halda ró sinni.

Þeir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, áttu í morgun fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, í Alþingishúsinu.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna sögðu við fréttamenn eftir fundinn að þeir hefðu verið upplýstir um stöðu mála en trúnaður ríkti um það sem fram hefði farið á fundinum. Þó sögðu þeir að málin myndu skýrast á næstu klukkstundum. Hvöttu þeir þjóðina til að halda ró sinni og minntu á að inneignir fólks í bönkunum væru tryggðar.

Geir H. Haarde kom fyrstur út af fundinum en vildi sem fyrr lítið tjá sig um ástand mála. Þar á eftir kom Össur Skarphéðinsson og hann flýði undan fréttamönnum þegar þeir leituðu viðbragða hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×