Innlent

Steingrímur: Efnahagslegar náttúruhamfarir af manna völdum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðustól áðan.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðustól áðan.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að það sé dapurlegt að grípa þurfi til sérstakra aðgerða með frumvarpi um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.

,,Hér verða margir að axla og sæta ábyrgð. Viðskiptalegri, siðferðislegri og pólitískri." Eftirlitsaðilar eru þar á meðal en ríkisstjórnin beri hina pólitísku ábyrgð.

Steingrímur segir að margir muni verða fyrir skakkaföllum og að hugur sinn sé hjá þjóðinni. ,,Við eigum að gera allt til að tjón almennings verði sem minnst."

Framundan eru gríðarleg verkefni, að mati Steingríms. ,,Við erum ekki að ljúka verkefni heldur að hefja það."

Steingrímur vill að tafarlaust verði hafinn viðbúnaður til aðstoða fólk líkt og var gert eftir Suðurlandsskjálftanna í maí. ,,Líkja má þessu við efnahagslegar náttúruhamfarir nema þessar eru af manna völdum."












Tengdar fréttir

Björgunarfrumvarp lagt fram á þingi

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, setti þingfund fyrir stuttu þar sem lagt var fram frumvarp ríkisstjórnarinnar til bjargar íslensku efnahagslífi.

Bankarnir þjóðnýttir - Þrot vofir yfir

Fjármálaeftirlitið mun fyrir hönd ríkissins taka að sér rekstur bankanna fari þeir í þrot. Þetta kemur fram í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um björgun efnahagslífsins.

Atli: Snúa verður af braut græðgi og misréttis

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist vera harmi sleginn yfir atburðum seinustu daga. Hann segir að að snúa verði af braut græðgi og misréttis. Næstu skref verði að taka með samfélagsábyrgð í huga og víkja verður af braut einkavæðingar.

Þorgerður Katrín: Aðgerðin tryggi framtíð Íslendinga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess gerðar að tryggja almannahagsmuni í því gjörningaveðri sem nú stendur yfir. Í viðtali í Alþingishúsinu eftir að Geir Haarde flutti ávarp til þjóðarinnar sagði hún að frumvarpið sem kynnt verður innan tíðar sé lagt fram til þess að tryggja að þær skuldir sem eru að plaga fjármálakerfið færist ekki yfir á ríkið og landsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×