Innlent

Allir stóru bankarnir stöðva viðskipti með sjóði sína

Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing hafa ákveðið að stöðva tímabundið öll viðskipti með sjóði sína. Þetta kemur fram á vefsíðum bankanna.

Þar kemur einnig fram að ákvörðunin hafi verið tekin í framhaldi af því að Fjármálaeftirlitið ákvað að stöðva öll viðskipti með bréf í bönkunum í morgun.

Stöðvun viðskiptanna nær til fjölmargra sjóða hjá bönkunum en yfirlit yfir þá má sjá á heimasíðum bankanna. Þetta er í annað sinn sem viðskipti með sjóði Glitnis eru stöðvuð en það var einnig gert í síðustu viku þegar fregnir bárust af því að ríkið hefði keypt 75 prósenta hlut í bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×