Innlent

Gistnóttum fjölgar um tvö prósent á milli ára

MYND/Páll

Gistinætur á hótelum á landinu fyrstu átta mánuði ársins reyndust rúmlega tveimur prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru gistinæturnar 975 þúsund frá janúar til ágústloka í ár en þær voru um 950 þúsund á sama tíma í fyrra. Gistnáttum fjölgaði mest á Suðurlandi, um tíu prósent, og um eitt prósent á höfuðborgarsvæðinu. Á öðrum landssvæðum stóðu þær í stað.

Á fyrstu átta mánuðum ársins fjölgaði gistináttum Íslendinga um átta prósent miðað við sama tíma í fyrra en gistinóttum útlendinga fjölgaði um eitt prósent.

Þá sýna tölur Hagstofunnar að gistináttum hafi einnig fjölgað um tvö prósent í ágústmánuði. Fjölgun átti sér stað í öllum landshlutum í mánuðinum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi en þar reyndust gistinætur svipaðar milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×