Innlent

Björgunarfrumvarp lagt fram á þingi

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, setti þingfund fyrir stuttu þar sem lagt var fram frumvarp ríkisstjórnarinnar til bjargar íslensku efnahagslífi.

Að því loknu var þingfundi frestað um tíu mínútur eða til 16.50.  Að þeim loknum tekur forsætisráðherra til máls og fer yfir efni frumvarpsins. Forsætisráðherra boðaði það í ávarpi sínu til þjóðarinnar klukkan fjögur. Hið nýja frumvarp ber heitið Heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×