Innlent

Jóhanna: Skjaldborg um heimilin

 

Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði er verið að slá skjaldborg um heimilin, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra.

Svanhildur Valsdóttir ræddi við Jóhönnu að loknum kvöldfréttum. Jóhanna sagði að Íbúðalánasjóður hefði ýmis úrræði og heimildir til að breyta lánum til að koma til móts við almenning og aðstoða fólk í erfiðleikum.

Jóhann sagði ríkisstjórnina gera hvað hún geta til að hjálpa heimilunum í landinu og afstýra miklum skell. Engu að síður lendi óhjákvæmilega einhverjir í áföllum.

Aðspurður hvort komið verði til móts við þá einstaklinga sem tekið hafa lán í erlendri mynt sagði Jóhanna að stjórnvöld muni taka yfir lánin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×