Innlent

Leigubílsferð JP Morgan manna kostnaðarsöm

Fulltrúar bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan þurftu að greiða hátt í 20 þúsund krónur fyrir leigubílinn sem flutti þá til fundar við ráðherra í nótt. Bíllinn beið mannanna á meðan fundinum stóð.

Fundur ráðherra og fulltrúa JP Morgan hófst skömmu eftir miðnætti og stóð í rúma klukkustund.

Mennirnir komu til fundar á leigubíl frá hóteli í miðborginni þar sem þeir gista. Á meðan á fundinum stóð beið bíllinn fyrir utan. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 innti leigubílstjórann, Kjartan Einarsson, eftir því hversu hátt mælirinn væri kominn var hann kominn í tólf þúsund krónur.

Aðspurður sagðist Kjartan ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá fulltrúum JP Morgan um erindi þeirra í Ráðherrabústaðinn. Þá sagðist hann ekki vita hversu lengi hann ætti að bíða. Fundinum lauk skömmu síðar og því ljóst að mennirnir hafa þurft að greiða hátt í tuttugu þúsund krónur fyrir farið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×