Fleiri fréttir

Fundað með erlendum bankamönnum í Tjarnargötu

Fulltrúar frá erlendri fjármálastofnun funda nú með Geir Haarde forsætisráðherra, Árna Mathiesen fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu.

Geir sáttur - þarf ekki að gera neitt

Eftir stanslaus fundarhöld alla helgina hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé þörf á sérstökum meirihátta aðgerðum. Þetta sagði Geir Haarde þegar hann yfirgaf Ráðherrabústaðinn að loknum fundi með ríkisstjórninni í kvöld.

Þingflokkar funda í Alþingishúsinu

Þingflokkar stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa verið kallaðir saman til fundahalda sitt í hvoru lagi. Fundað er í Alþingishúsinu og er fundur samfylkingarfólks að hefjast. Fundur sjálfstæðismanna hefst eftir hálftíma.

Glitnismenn farnir af fundi

Glitnismenn fóru af fundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir stundu, en vildu lítið segja við blaðamenn. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði að því hvort einhver niðurstaða væri komin í þau mál sem hefðu verið til umræðu sagði Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Glitni að allt væri klárt.

Glitnismenn mættir í Ráðherrabústaðinn

Fulltrúar Glitnis, Sigurður G. Guðjónsson, Lárus Welding og Þorsteinn Már Baldvinsson voru að mæta í Ráðherrabústaðinn rétt í þessu. Þar er jafnframt saman komin öll ríkisstjórnin til að ræða við þá, en forsvarsmenn hagsmunasamtaka atvinnulífsins gengu af fundi þeirra um níuleytið, eftir um klukkustundarlangan fund. Þeir vildu lítið segja um gang mála í viðræðum þeirra við ríkisstjórnina.

Fundi með hagsmunaaðilum lokið - Beðið eftir bönkunum

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gengu rétt í þessu af fundi í ráðherrabústaðnum sem hófst klukkan átta. Þeir vildu lítið segja um gang mála í viðræðum þeirra við ríkisstjórnina en Vilhjálmur sagðist vera á leið á fund með félögum sínum í SA þar sem þær tillögur sem uppi eru verða ræddar. Stuttu síðar komu þeir Ögmundur Jónasson og Eiríkur Jónsson út

Mesta fjármálakreppa síðan 1914

„Það eru erfiðir tímar. Þetta er mesta kreppa á alþjóða fjármálamarkaði, sennilega síðan 1914," segir Geir H. Haarde. Hann segir að fjármálakreppan sé sennilegast alvarlegri en hún hafi verið í kreppunni miklu á fjórða áratugnum.

Steinunn Rögnvaldsdóttir nýr formaður UVG

Steinunn Rögnvaldsdóttir var kjörin formaður nýrrar stjórnar Ungra Vinstri grænna í stað Auðar Lilju Erlingsdóttur á landsfundi sambandsins sem fór fram á Akureyri um helgina. Auður hefur gegnt embættinu undanfarin tvö starfsár en gaf ekki kost á sér áfram.

Gleðst ef Davíð gætir orða sinna

„Guð láti gott á vita ef hann ætlar að fara að gæta orða sinna," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra þegar hún er spurð út í viðbrögð Davíðs Oddssonar við þjóðstjórnarumræðunni sem hefur verið nokkuð áberandi á undanförnum dögum.

Vill fá lífeyrissjóðina inn í Glitni

„Við erum að sjálfsögðu ánægðir með yfirlýsingar formanns Landssambands lífeyrissjóðanna," segir Þorsteinn Mar Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis.

Björgvin og Björn farnir af fundi

Björgvin G. Sigurðsson og Björn Bjarnason yfirgáfu ráðherrabústaðinn um eittleytið. „Ég var bara að ræða við félaga mína," sagði Björn við fréttamenn þegar hann yfirgaf ráðherrabústaðinn.

Ríkisstjórnin mætt í Ráðherrabústaðinn

Öll ríkisstjórnin er komin í ráðherrabústaðinn að undanskildum þeim Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Enginn úr ríkisstjórninni vildi tjá sig neitt um ástand mála við fréttamenn.

Kaupþing ekki að biðja um aðstoð

Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings segir að bankinn sé ekki í viðræðum við stjórnvöld vegna þess að bankinn þurfi aðstoð, heldur til að leggja fram aðstoð sína við lausn vandans.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar funda með Kaupþingsmönnum

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson starfandi utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sitja nú á fundi með forráðamönnum Kaupþings í Ráðherrabústaðnum.

Ráðist gegn lögreglu með höggum og spörkum

Ráðist var á lögreglumenn á Suðurnesjum í gærkvöld þegar þeir hugðust handtaka mann í fjölbýlishúsi í Keflavík. Tilkynnt hafði verið um æstan mann þar og þegar lögregla hugðist handtaka hann brugðust þrír aðrir menn illa við og reyndu að frelsa þann handtekna.

Skilyrði að bankar færi líka eignir heim

Lífeyrissjóðirnir setja það skilyrði fyrir því að flytja hluta eigna sinna til landsins að fjármálastofnanir geri slíkt hið sama. Gjaldeyrisforði þjóðarbúsins og gengi krónunnar myndu styrkjast. Þess krafist að peningarnir verði tryggðir.

Leyfa heiminum að kjósa

Íslenskur markaðsráðgjafi sem setti upp könnun um stuðning þjóða heims við forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum sakar vikuritið Economist um að hafa notað sömu hugmynd og útfærslu í leyfisleysi.

Vill tóbakið úr fríhöfnunum

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður heilbrigðisnefndar, vill að sölu tóbaks í fríhöfnum verði hætt.

Sendiráðin kosta 2,5 milljarða

Heildarframlög til íslenskra sendiráða nema 2.530 milljónum króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2009. Er það aukning um 33 prósent frá fjárlögum þessa árs.

BHM tilbúið að ræða evrumál

Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, sagði í gær að félagið væri reiðubúið að ræða upptöku evru, ef það kynni að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar.

Salt vantaði í Kópavogi

Snjókoman á fimmtudag kom mörgum í opna skjöldu og hafði ýmsar afleiðingar. Strax um kvöldið felldi Strætó bs. niður ferðir sínar í Kópavogi og bar við slæmri færð. En af hverju voru bara lagðar af ferðir í Kópavogi?

Ræddu kjarasamninga í ráðherrabústaðnum

„Það er hlutur sem ætti eftir að koma betur í ljós - það er greinilega ansi margt í skoðun og þetta er nú ekki nefnt því nafni," segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, þegar hún er spurð að því hvort unnið sé að þjóðarsáttasamningum.

Öryrkjar krefjast hærri bóta

Slæmt efnahagsástand þjóðarinnar hefur haft alvarlegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir fjölda öryrkja, sjúklinga og ellilífeyrisþega. Þetta segir í ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands.

Bjartsýnn á lausn mála

Geir H. Haarde forsætisráðherra var bjartsýnn á lausn mála og ánægður með samstöðu í hópi þeirra manna sem höfðu mætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag þegar að hann steig út úr ráðherrabústaðnum um sexleytið til að ræða við fréttamenn.

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna svara ríkisstjórninni

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru mættir í ráðherrabústaðinn með svar við tilmælum sem þeir hafa fengið frá ríkisstjórninni og aðgerðaráætlun um það hvernig hægt verði að bregðast við. Ríkisstjórnin hefur fundað með fulltrúum atvinnulífsins og seðlabankastjóra í allan dag.

Fleiri þurfa að „Ganga til góðs"

Erfiðlega hefur gengið að fá sjálfboðaliða í dag til að safna fé í átaki Rauða krossins „Göngum ti góðs". Um 2500 sjálfboðaliða þarf til að ná því takmarki að ganga í hvert hús á landinu og safna fé.

Harður árekstur í Eyjafjarðarsveit

Harður tveggja bíla árekstur varð í Eyjafjarðarsveit við bæinn Grýtu um korter í ellefu í morgun. Að sögn lögreglunnar var einn maður í hvorum bíl og voru þeir fluttir á slysadeild en talið er að meiðsl þeirra hafi ekki verið mikil. Bílarnir eru báðir ónýtir. Þá velti pallbíll þegar hann var á leið upp Bakkaselsbrekku innst í Öxnadal. Tveir voru í bílnum, en ekki er talið að þeir hafi meiðst.

Kalla Davíð Oddsson gereyðingarvopn sem þurfi að víkja

Davíð Oddsson er gereyðingarvopn fyrir íslenskt efnahagslíf og nausynlegt er að hann víki sem seðlabankastjóri. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna, við upphaf Landsþings Ungra jafnaðarmanna í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í morgun.

Hrafnhildur Lilja jarðsungin í dag

Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir, unga konan sem var myrt í Dóminíska lýðveldinu þann 21. September síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju í dag.

Eldur í Álsey

Eldur kom upp í Álsey VE við Vestmannaeyjar skömmu fyrir hádegi í dag. Verið var að gera að skipinu þar sem það lá við bryggju og segir Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 í Eyjum, að líklegast hafi kviknað í út frá neistaflugi. Að minnsta kosti eitt fiskikar bráðnaði en engin meiðsl urðu á fólki.

Gjaldeyriskreppan leysist mögulega í næstu viku

Svo gæti farið að gjaldeyriskreppa þjóðarinnar leystist í næstu viku. Stíf fundahöld eru um allan bæ og ef niðurstaða næst um helgina, gæti peningar lífeyrissjóðanna í útlöndum verið komnir heim seinnipartinn í næstu viku.

Hvetja landsmenn til að Ganga til góðs

Rauði krossinn hvetur landsmenn til að Ganga til góðs í dag. Rauði krossinn þarf um 2500 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu. Söfnunarstöðvar eru um allt land þar sem fólk mætir til að fá söfnunarbauka. Helst vantar sjálfboðaliða á höfuðborgarsvæðinu. Auglýsingar um söfnunarstöðvar eru í blöðum og eins er hægt að fá upplýsingar um þær á raudikrossinn.is.

Sjá næstu 50 fréttir