Innlent

Þorgerður Katrín: Aðgerðin tryggi framtíð Íslendinga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu til þess gerðar að tryggja almannahagsmuni í því gjörningaveðri sem nú stendur yfir. Í viðtali í Alþingishúsinu eftir að Geir Haarde flutti ávarp til þjóðarinnar sagði hún að frumvarpið sem kynnt verður innan tíðar sé lagt fram til þess að tryggja að þær skuldir sem eru að plaga fjármálakerfið færist ekki yfir á ríkið og landsmenn.

Mestu máli skipti að tryggja framtíð landsmanna og sjá til þess að röð og reglu verði komið á hlutina.

„Við erum að reyna að forðast að þetta kosti þjóðina of mikið," sagði Þorgerður og bætti því við að allt verði gert til þess að reka banka hér á landi á morgun og






Tengdar fréttir

Frumvarp til að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum

Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um að laga bankakerfið að íslenskum aðstæðum og endurvinna traust á kerfinu. Þetta kom fram í ávarpi forsætisráðherra til þjóðarinnar nú klukkan fimm,. Hann sagði jafnframt að ríkið myndi tryggja atvinnulífinu aðgang að fjármagni og koma í veg fyrir upplausnarástand.

Atli: Snúa verður af braut græðgi og misréttis

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segist vera harmi sleginn yfir atburðum seinustu daga. Hann segir að að snúa verði af braut græðgi og misréttis. Næstu skref verði að taka með samfélagsábyrgð í huga og víkja verður af braut einkavæðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×