Fleiri fréttir Unglingadrykkja tvöfaldast á milli grunn- og framhaldsskóla Áfengsineysla sextán ára unglinga meira en tvöfaldast frá því að þeir ljúka grunnskólanámi að vori og fram að fyrstu önn þeirra í framhaldsskóla, aðeins nokkrum mánuðum seinna. 26.9.2008 08:31 Leit stendur yfir að frönskum ferðamanni Leit hefur staðið yfir í alla nótt að frönskum ferðamanni, Fabien Boudry, sem lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk. 26.9.2008 08:13 Stýrihópur skoðar lausnir á húsnæðismarkaði Stýrihópur, sem velferðarráð Reykjavíkur ákvað í gær að skipa, á að skoða möguleika á skammtímalausnum á húsnæðismarkaði. 26.9.2008 07:14 Innbrot í Kópavogi Brotist var inn í íbúðarhús við Smáralind í Kópavogi í nótt og þaðan stolið fartölvu og eftilvill fleiru. Þjófurinn komst inn með því að spenna upp glugga, og komst hann óséður á brott og er nú leitað. 26.9.2008 07:08 Hart deilt á hitafundi í Frjálslynda flokknum „Ég verð að segja alveg eins og er að mér er nóg boðið,“ sagði Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokkinn. Hann gagnrýndi harðlega innra starf Frjálslynda flokksins á miklum hitafundi sem fram fór á Grand Hótel nú í kvöld. 25.9.2008 21:45 Íslendingur setti hundasleða-heimsmet í Noregi Þorsteinn Sófusson, Íslendingur búsettur í Noregi, setti í dag heimsmet ásamt félögum sínum þegar þeir spenntu 57 sleðahunda fyrir dráttarvél og létu þá draga hana fjögurra kílómetra langa leið. Þorsteinn er mikill áhugamaður um sleðahundahlaup en nú er undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil í fullum gangi. 25.9.2008 20:46 Ekki hægt að bera saman Ríkislögreglustjóra og Jóhann R. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að líkja saman þeim breytingum sem orðið hafi á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og þeim sem orðið hafa á embætti Ríkislögreglustjóra í tíð Haraldar Johannesen. Þetta kom fram í Kastljósinu fyrr í kvöld þar sem Björn sat fyrir svörum. Hann sagði einnig að allt tal um að hann hafi lagt Jóhann R. Benediktssoní einelti væru alvarlegar ásakanir sem ekki ættu við rök að styðjast. 25.9.2008 20:16 Yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum: Björn gerði atlögu að Jóhanni Eyjólfur Kristjánsson, yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum sakar dómsmálaráðherra um að hafa gert atlögu að lögreglustjóranum og hrakið hann úr embætti. Dómsmálaráðherra segir þetta alrangt og eigi ekki við nokkur rök að styðjast. 25.9.2008 19:25 Rannsókn á morði Hrafnhildar að ljúka Lögregla í Dóminíska lýðveldinu er við það að ljúka rannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur og sendir málið til saksóknara í dag eða á morgun. Ekki liggur fyrir hvort einn eða fleiri verða ákærðir fyrir morðið. 25.9.2008 18:45 Hækkun Orkuveitunnar vekur hörð viðbrögð Gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar ætlar að draga drjúgan dilk á eftir sér. Bæjarráð Kópavogs og Reykjavíkurborg eru komin í hár saman og verkalýðsforkólfar boða harkaleg átök á vinnumarkaði. 25.9.2008 18:29 Bílslys í Borgarfirði Maður slasaðist alvarlega við bæinn Refstað í Hálsasveit í Borgarfirðinum þegar bíll hans fór út af veginum um klukkan hálfþrjú í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn einn í bílnum og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Óljóst er um líðan hans að svo stöddu. 25.9.2008 17:57 Staðfest gæsluvarðhald yfir hústökufólki Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karli og konu sem grunuð eru um hústöku og innbrot á nokkrum stöðum á Norðurlandi. 25.9.2008 17:31 Nauðgari fékk skilorðsbundinn dóm vegna seinagangs lögreglu Hæstirettur þyngdi í dag refsingu um þrjá mánuði yfir fertugum karlmanni sem dæmdur var fyrir að hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga. 25.9.2008 16:35 Kópavogur mótmælir okri Orkuveitunnar Kópavogsbær mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um 10% hækkun á heitavatnsgjaldi. Tillaga þess efnir svar samþykkt einróma á fundi bæjarráðs fyrr í dag. 25.9.2008 16:29 Blásið til herferðar um neytendamál Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa ýtt úr vör herferð um neytendavitund sem miðar af því að efla meðvitund ungs fólks um neytendamál og kynna fyrir því hvað það felur í sér að vera meðvitaður neytandi. 25.9.2008 16:16 Getur kallað til matsmenn vegna jarða á Fljótsdalshéraði Héraðsdómur Asturlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun geti kallað til matsmenn til að meta verðmæti jarðanna Brúar I og Brúar II á Fljótsdalshéraði. Jarðirnar voru nýttar við virkjun Jökulsár á Dal þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. 25.9.2008 15:54 Sífellt álag á rannsóknardeild lögreglunnar „Ég veit ekki hvað segja skal - ég veit ekki hvað er eðlilegur tími fyrir rannsókn af þessum toga," segir Friðrik Smári Björgvinsson. 24 stundir greindu frá því í dag að álag á lögreglu hefði tafið rannsókn á ofbeldi föður gegn þremur börnum. Umfjöllun fjölmiðla hafi komið málinu af stað á ný. 25.9.2008 15:48 Telur líklegt að Guðjón Arnar styðji sig Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur allt eins líklegt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, muni styðja sig í embætti formanns á næsta landsþingi flokksins. ,,Hlutirnir eru fljótir að breytast og það er ekkert útilokað." 25.9.2008 15:24 Vinna að aðgerðum í félagslega húsnæðiskerfinu Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að skipa stýrihóp sem ætlað er að fara yfir reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur og skoða úrræði og möguleika er varða húsnæðismál. 25.9.2008 14:56 Bænastund til minningar um Hrafnhildi Bænastund til minningar um Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur verður haldin í Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun klukkan 18. 25.9.2008 14:50 ,,Við erum lögreglumenn og við hlýðum" Hjálmar Hallgrímsson, starfandi formaður Lögreglufélags Suðurnesja, segir að framundan séu miklir óvissutímar hjá lögreglumönnum í félaginu. 25.9.2008 14:30 Sigríður Björk líklega sett lögreglustjóri Dómsmálaráðherra mun líklegast setja Sigríði Björk Guðjónsdóttur aðstoðarríkislögreglustjóra tímabundið í starf lögreglustjórans á Suðurnesjum við brotthvarf Jóhanns R. Benediktssonar, samkvæmt heimildum Vísis. 25.9.2008 14:25 Tek ekki þátt í að brjóta niður starf sem byggt hefur verið upp „Ég vil ekki taka þátt í því að brjóta niður það starf sem byggt hefur verið upp á síðustu árum," segir Ásgeir J. Ásgeirsson, starfsmannastjóri lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum, um þá ákvörðun sína að hætta störfum hjá embættinu. 25.9.2008 13:45 Vélinni í Glasgow flogið til Íslands án farþega Flugvél á vegum Icelandair með 174 innanborðs á leið til Amsterdam og neyddist til að lenda í Glasgow í Skotlandi í morgun verður flogið til Íslands án farþega til frekari skoðunar. 25.9.2008 13:27 32 vilja stýra menningarhúsinu á Akureyri Alls sóttu 32 um framkvæmdastjórastöðu menningarhússins Hofs á Akureyri sem nú er byggingu. 25.9.2008 13:14 Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra íhugar að sækja um forstjórastól LV Jón Þór Sturluson, hagfræðingur og aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, íhugar nú að sækja um stöðu forstjóra Landsvirkjunar. 25.9.2008 13:12 Ólafur segir Breta þurfa að taka sig saman í andlitinu „Ef Bretar vilja vera tæknilegur leiðtogi og í fremstu röð í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun, þurfa þeir að taka sig saman í andlitinu, í allri hreinskilni,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina bresku á dögunum. 25.9.2008 13:07 Nafnið á meintum morðingja Hrafnhildar Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttir heitir Frederick Franklin Genao . Hann er í haldi lögreglunnar í Puerto Plata og er verið að yfirheyra hann um málið. 25.9.2008 13:04 Ekki þarf að breyta stjórnarskránni vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nóg sé að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um slíka kosningu og það hyggst hann gera þegar þing kemur saman í byrjun október. 25.9.2008 13:01 Segja lengingu flugbrautar á Akureyri sóun Húsvíkingar segja að lenging flugbrautar á Akureyri sé sóun, nær væri að byggja upp Húsavíkurflugvöll þar sem flugaðstæður séu miklu betri. Samgönguráðherra segir þessar hugmyndir óraunhæfar. 25.9.2008 12:37 Geta sparað 20 milljarða á gæðastjórnun í mannvirkjagerð Ríki, sveitarfélög og verktakar gætu sparað allt að 20 milljarða króna á ári með bættri gæðastjórnun í mannvirkjagerð samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar kemur einnig fram að Íslendingar standa hinum Norðurlandaþjóðunum langt að baki í gæðamálum. 25.9.2008 12:20 Stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði Það stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði að mati formanns Rafiðnaðarsambandsins. Yfirvofandi hækkanir á þjónustugjöldum opinberra fyrirtækja gefi enda ekkert annað til kynna en að laun muni hækka um álíka prósentutölu. 25.9.2008 12:13 Lentu í Glasgow vegna titrings í hreyfli Flugvél á vegum Icelandair með 174 innanborðs á leið til Amsterdam í Hollandi neyddist til að lenda í Glasgow í Skotlandi fyrir rúmri klukkustund. 25.9.2008 11:56 Töluvert um stöðvunarbrot í miðborginni Töluvert er um stöðvunarbrot í miðborginni og þar eiga ekki síst í hlut ökumenn flutningabíla sem stundum virða ekki umferðarlög en í þeim segir meðal annars að lagning eða stöðvun ökutækis á gangstétt sé óheimil. 25.9.2008 11:51 Vill að Björn segi af sér Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksin í Suðurkjördæmi, krefst þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segi af sér eftir að þar sem hann hafi bolað lögreglustjóranum á Suðurnesjum úr embætti. 25.9.2008 11:28 Ingibjörg kvartaði yfir Rússaflugi við Lavrov Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gerði alvarlegar athugasemdir við flug rússneskra herflugvéla í kringum Ísland á fundi sínum með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. 25.9.2008 10:41 Reyndu að svíkja fé af væntanlegri au pair stúlku Lögregla varar enn og aftur við svindli á Netinu, í þetta sinn frá fólki sem auglýsti eftir au pair. 25.9.2008 10:36 Hugur lækna til kjaradeilu skýrist á morgun Læknafélag Íslands hefur látið kanna hug félagsmanna sinna til kjardeilu lækna við hið opinbera. Rafræn fyrirspurn var send til félagsmanna og verða niðurstöður könnunarinnar kynntar á aðalfundi Læknafélagsins sem fer fram á morgun. 25.9.2008 10:30 Nýjasta varðskip Dana til sýnis Danska varðskipið Knud Rasmussen verður opið almenningi á laugardag milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka. 25.9.2008 10:26 Verður vísað úr Fjölbraut vegna fíkniefnamáls Einum nemanda verður vísað úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eftir að áhöld til neyslu fíkniefna fundust á heimavist skólans. 25.9.2008 10:24 Alltaf vont að missa gott fólk að ósekju Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir óheppilegt í hvað farveg málefni lögreglunnar á Suðurnesjum eru komin. Eins og kunnugt er óskaði Jóhann Benediktsson lögreglustjóri eftir því að fá að láta af störfum um næstu mánaðamót og það hafa þrír aðrir lykilstarfsmenn einnig gert. 25.9.2008 09:55 Aldrei fleiri grunnskólanemar sem læra ensku Ríflega 33 þúsund grunnskólanemar lögðu stund á ensku síðastliðinn vetur og hafði þeim fjölgað um rúm ellefu prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar sem gefnar eru út í tilefni af degi tungumála í Evrópu sem er á morgun. 25.9.2008 09:32 Gæsir herja á kornakra í Borgarfirði Gæsir herja nú á kornakra í Borgarfirði og valda þar miklu tjóni. Vegna þrálátra rigninga er ekki hægt að þreskja kornið og nota gæsirnar sér það óspart og éta upp af heilu ökrunum. 25.9.2008 09:05 Ósammála Stefáni um að færa fjarskiptamiðstöðina Formenn svæðisdeilda Landssambands lögreglumanna utan höfuðborgarsvæðisins hafna þeim hugmyndum Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra verði færð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25.9.2008 08:53 Fyrrverandi FL Group-starfsmaður flýgur frítt á Saga Class Albert Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá FL Group, flýgur enn ókeypis á Saga Class í boði Icelandair jafnvel þótt tæp tvö ár séu frá því að hann hætti að vinna hjá félaginu. Frá því var gengið þegar FL Group seldi Icelandair núverandi eigendum í október 2006. 25.9.2008 08:30 Sjá næstu 50 fréttir
Unglingadrykkja tvöfaldast á milli grunn- og framhaldsskóla Áfengsineysla sextán ára unglinga meira en tvöfaldast frá því að þeir ljúka grunnskólanámi að vori og fram að fyrstu önn þeirra í framhaldsskóla, aðeins nokkrum mánuðum seinna. 26.9.2008 08:31
Leit stendur yfir að frönskum ferðamanni Leit hefur staðið yfir í alla nótt að frönskum ferðamanni, Fabien Boudry, sem lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk. 26.9.2008 08:13
Stýrihópur skoðar lausnir á húsnæðismarkaði Stýrihópur, sem velferðarráð Reykjavíkur ákvað í gær að skipa, á að skoða möguleika á skammtímalausnum á húsnæðismarkaði. 26.9.2008 07:14
Innbrot í Kópavogi Brotist var inn í íbúðarhús við Smáralind í Kópavogi í nótt og þaðan stolið fartölvu og eftilvill fleiru. Þjófurinn komst inn með því að spenna upp glugga, og komst hann óséður á brott og er nú leitað. 26.9.2008 07:08
Hart deilt á hitafundi í Frjálslynda flokknum „Ég verð að segja alveg eins og er að mér er nóg boðið,“ sagði Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokkinn. Hann gagnrýndi harðlega innra starf Frjálslynda flokksins á miklum hitafundi sem fram fór á Grand Hótel nú í kvöld. 25.9.2008 21:45
Íslendingur setti hundasleða-heimsmet í Noregi Þorsteinn Sófusson, Íslendingur búsettur í Noregi, setti í dag heimsmet ásamt félögum sínum þegar þeir spenntu 57 sleðahunda fyrir dráttarvél og létu þá draga hana fjögurra kílómetra langa leið. Þorsteinn er mikill áhugamaður um sleðahundahlaup en nú er undirbúningur fyrir komandi keppnistímabil í fullum gangi. 25.9.2008 20:46
Ekki hægt að bera saman Ríkislögreglustjóra og Jóhann R. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að líkja saman þeim breytingum sem orðið hafi á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og þeim sem orðið hafa á embætti Ríkislögreglustjóra í tíð Haraldar Johannesen. Þetta kom fram í Kastljósinu fyrr í kvöld þar sem Björn sat fyrir svörum. Hann sagði einnig að allt tal um að hann hafi lagt Jóhann R. Benediktssoní einelti væru alvarlegar ásakanir sem ekki ættu við rök að styðjast. 25.9.2008 20:16
Yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum: Björn gerði atlögu að Jóhanni Eyjólfur Kristjánsson, yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum sakar dómsmálaráðherra um að hafa gert atlögu að lögreglustjóranum og hrakið hann úr embætti. Dómsmálaráðherra segir þetta alrangt og eigi ekki við nokkur rök að styðjast. 25.9.2008 19:25
Rannsókn á morði Hrafnhildar að ljúka Lögregla í Dóminíska lýðveldinu er við það að ljúka rannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur og sendir málið til saksóknara í dag eða á morgun. Ekki liggur fyrir hvort einn eða fleiri verða ákærðir fyrir morðið. 25.9.2008 18:45
Hækkun Orkuveitunnar vekur hörð viðbrögð Gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar ætlar að draga drjúgan dilk á eftir sér. Bæjarráð Kópavogs og Reykjavíkurborg eru komin í hár saman og verkalýðsforkólfar boða harkaleg átök á vinnumarkaði. 25.9.2008 18:29
Bílslys í Borgarfirði Maður slasaðist alvarlega við bæinn Refstað í Hálsasveit í Borgarfirðinum þegar bíll hans fór út af veginum um klukkan hálfþrjú í dag. Að sögn lögreglu var maðurinn einn í bílnum og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Óljóst er um líðan hans að svo stöddu. 25.9.2008 17:57
Staðfest gæsluvarðhald yfir hústökufólki Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karli og konu sem grunuð eru um hústöku og innbrot á nokkrum stöðum á Norðurlandi. 25.9.2008 17:31
Nauðgari fékk skilorðsbundinn dóm vegna seinagangs lögreglu Hæstirettur þyngdi í dag refsingu um þrjá mánuði yfir fertugum karlmanni sem dæmdur var fyrir að hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga. 25.9.2008 16:35
Kópavogur mótmælir okri Orkuveitunnar Kópavogsbær mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um 10% hækkun á heitavatnsgjaldi. Tillaga þess efnir svar samþykkt einróma á fundi bæjarráðs fyrr í dag. 25.9.2008 16:29
Blásið til herferðar um neytendamál Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa ýtt úr vör herferð um neytendavitund sem miðar af því að efla meðvitund ungs fólks um neytendamál og kynna fyrir því hvað það felur í sér að vera meðvitaður neytandi. 25.9.2008 16:16
Getur kallað til matsmenn vegna jarða á Fljótsdalshéraði Héraðsdómur Asturlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun geti kallað til matsmenn til að meta verðmæti jarðanna Brúar I og Brúar II á Fljótsdalshéraði. Jarðirnar voru nýttar við virkjun Jökulsár á Dal þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. 25.9.2008 15:54
Sífellt álag á rannsóknardeild lögreglunnar „Ég veit ekki hvað segja skal - ég veit ekki hvað er eðlilegur tími fyrir rannsókn af þessum toga," segir Friðrik Smári Björgvinsson. 24 stundir greindu frá því í dag að álag á lögreglu hefði tafið rannsókn á ofbeldi föður gegn þremur börnum. Umfjöllun fjölmiðla hafi komið málinu af stað á ný. 25.9.2008 15:48
Telur líklegt að Guðjón Arnar styðji sig Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur allt eins líklegt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, muni styðja sig í embætti formanns á næsta landsþingi flokksins. ,,Hlutirnir eru fljótir að breytast og það er ekkert útilokað." 25.9.2008 15:24
Vinna að aðgerðum í félagslega húsnæðiskerfinu Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að skipa stýrihóp sem ætlað er að fara yfir reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur og skoða úrræði og möguleika er varða húsnæðismál. 25.9.2008 14:56
Bænastund til minningar um Hrafnhildi Bænastund til minningar um Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur verður haldin í Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun klukkan 18. 25.9.2008 14:50
,,Við erum lögreglumenn og við hlýðum" Hjálmar Hallgrímsson, starfandi formaður Lögreglufélags Suðurnesja, segir að framundan séu miklir óvissutímar hjá lögreglumönnum í félaginu. 25.9.2008 14:30
Sigríður Björk líklega sett lögreglustjóri Dómsmálaráðherra mun líklegast setja Sigríði Björk Guðjónsdóttur aðstoðarríkislögreglustjóra tímabundið í starf lögreglustjórans á Suðurnesjum við brotthvarf Jóhanns R. Benediktssonar, samkvæmt heimildum Vísis. 25.9.2008 14:25
Tek ekki þátt í að brjóta niður starf sem byggt hefur verið upp „Ég vil ekki taka þátt í því að brjóta niður það starf sem byggt hefur verið upp á síðustu árum," segir Ásgeir J. Ásgeirsson, starfsmannastjóri lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum, um þá ákvörðun sína að hætta störfum hjá embættinu. 25.9.2008 13:45
Vélinni í Glasgow flogið til Íslands án farþega Flugvél á vegum Icelandair með 174 innanborðs á leið til Amsterdam og neyddist til að lenda í Glasgow í Skotlandi í morgun verður flogið til Íslands án farþega til frekari skoðunar. 25.9.2008 13:27
32 vilja stýra menningarhúsinu á Akureyri Alls sóttu 32 um framkvæmdastjórastöðu menningarhússins Hofs á Akureyri sem nú er byggingu. 25.9.2008 13:14
Aðstoðarmaður viðskiptaráðherra íhugar að sækja um forstjórastól LV Jón Þór Sturluson, hagfræðingur og aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, íhugar nú að sækja um stöðu forstjóra Landsvirkjunar. 25.9.2008 13:12
Ólafur segir Breta þurfa að taka sig saman í andlitinu „Ef Bretar vilja vera tæknilegur leiðtogi og í fremstu röð í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun, þurfa þeir að taka sig saman í andlitinu, í allri hreinskilni,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina bresku á dögunum. 25.9.2008 13:07
Nafnið á meintum morðingja Hrafnhildar Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttir heitir Frederick Franklin Genao . Hann er í haldi lögreglunnar í Puerto Plata og er verið að yfirheyra hann um málið. 25.9.2008 13:04
Ekki þarf að breyta stjórnarskránni vegna þjóðaratkvæðagreiðslu Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nóg sé að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um slíka kosningu og það hyggst hann gera þegar þing kemur saman í byrjun október. 25.9.2008 13:01
Segja lengingu flugbrautar á Akureyri sóun Húsvíkingar segja að lenging flugbrautar á Akureyri sé sóun, nær væri að byggja upp Húsavíkurflugvöll þar sem flugaðstæður séu miklu betri. Samgönguráðherra segir þessar hugmyndir óraunhæfar. 25.9.2008 12:37
Geta sparað 20 milljarða á gæðastjórnun í mannvirkjagerð Ríki, sveitarfélög og verktakar gætu sparað allt að 20 milljarða króna á ári með bættri gæðastjórnun í mannvirkjagerð samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar kemur einnig fram að Íslendingar standa hinum Norðurlandaþjóðunum langt að baki í gæðamálum. 25.9.2008 12:20
Stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði Það stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði að mati formanns Rafiðnaðarsambandsins. Yfirvofandi hækkanir á þjónustugjöldum opinberra fyrirtækja gefi enda ekkert annað til kynna en að laun muni hækka um álíka prósentutölu. 25.9.2008 12:13
Lentu í Glasgow vegna titrings í hreyfli Flugvél á vegum Icelandair með 174 innanborðs á leið til Amsterdam í Hollandi neyddist til að lenda í Glasgow í Skotlandi fyrir rúmri klukkustund. 25.9.2008 11:56
Töluvert um stöðvunarbrot í miðborginni Töluvert er um stöðvunarbrot í miðborginni og þar eiga ekki síst í hlut ökumenn flutningabíla sem stundum virða ekki umferðarlög en í þeim segir meðal annars að lagning eða stöðvun ökutækis á gangstétt sé óheimil. 25.9.2008 11:51
Vill að Björn segi af sér Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksin í Suðurkjördæmi, krefst þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segi af sér eftir að þar sem hann hafi bolað lögreglustjóranum á Suðurnesjum úr embætti. 25.9.2008 11:28
Ingibjörg kvartaði yfir Rússaflugi við Lavrov Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gerði alvarlegar athugasemdir við flug rússneskra herflugvéla í kringum Ísland á fundi sínum með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. 25.9.2008 10:41
Reyndu að svíkja fé af væntanlegri au pair stúlku Lögregla varar enn og aftur við svindli á Netinu, í þetta sinn frá fólki sem auglýsti eftir au pair. 25.9.2008 10:36
Hugur lækna til kjaradeilu skýrist á morgun Læknafélag Íslands hefur látið kanna hug félagsmanna sinna til kjardeilu lækna við hið opinbera. Rafræn fyrirspurn var send til félagsmanna og verða niðurstöður könnunarinnar kynntar á aðalfundi Læknafélagsins sem fer fram á morgun. 25.9.2008 10:30
Nýjasta varðskip Dana til sýnis Danska varðskipið Knud Rasmussen verður opið almenningi á laugardag milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka. 25.9.2008 10:26
Verður vísað úr Fjölbraut vegna fíkniefnamáls Einum nemanda verður vísað úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eftir að áhöld til neyslu fíkniefna fundust á heimavist skólans. 25.9.2008 10:24
Alltaf vont að missa gott fólk að ósekju Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir óheppilegt í hvað farveg málefni lögreglunnar á Suðurnesjum eru komin. Eins og kunnugt er óskaði Jóhann Benediktsson lögreglustjóri eftir því að fá að láta af störfum um næstu mánaðamót og það hafa þrír aðrir lykilstarfsmenn einnig gert. 25.9.2008 09:55
Aldrei fleiri grunnskólanemar sem læra ensku Ríflega 33 þúsund grunnskólanemar lögðu stund á ensku síðastliðinn vetur og hafði þeim fjölgað um rúm ellefu prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar sem gefnar eru út í tilefni af degi tungumála í Evrópu sem er á morgun. 25.9.2008 09:32
Gæsir herja á kornakra í Borgarfirði Gæsir herja nú á kornakra í Borgarfirði og valda þar miklu tjóni. Vegna þrálátra rigninga er ekki hægt að þreskja kornið og nota gæsirnar sér það óspart og éta upp af heilu ökrunum. 25.9.2008 09:05
Ósammála Stefáni um að færa fjarskiptamiðstöðina Formenn svæðisdeilda Landssambands lögreglumanna utan höfuðborgarsvæðisins hafna þeim hugmyndum Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra verði færð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 25.9.2008 08:53
Fyrrverandi FL Group-starfsmaður flýgur frítt á Saga Class Albert Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá FL Group, flýgur enn ókeypis á Saga Class í boði Icelandair jafnvel þótt tæp tvö ár séu frá því að hann hætti að vinna hjá félaginu. Frá því var gengið þegar FL Group seldi Icelandair núverandi eigendum í október 2006. 25.9.2008 08:30