Fleiri fréttir Jóhann: Óeðlileg samskipti við Björn Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir að frá því að tilkynnt var í mars um að skipta eigi lögregluembættinu upp hafi samskipti sín við Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, verið óeðlileg. Jóhann var gestur í Kastljósi fyrr í kvöld. 24.9.2008 19:50 Mörg börn hafa orðið fyrir barðinu á netperrum Stúlkur - allt að ellefu ára gamlar - hafa orðið fyrir barðinu á mönnum sem fá þær til kynferðisathafna á netinu í gegnum spjallrásir. Meiri þögn ríkir í kringum netnotkun drengja og koma því færri mál þeim tengdum til rannsóknar lögreglu. 24.9.2008 19:20 Lögreglumenn á Suðurnesjum ósáttir með duttlunga Björns Félagsmenn í Lögreglufélagi Suðurnesja eru ósáttir við ákvörðun Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra á Suðurnesja lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Þetta kemur fram í ályktun sam samþykkt var á félagsfundi Lögreglufélagsins fyrr í dag. 24.9.2008 19:04 Eldsneyti hækkaði hjá öllum olíufélögunum Eldsneyti hækkaði hjá öllum olíufélögunum í dag frá þremur og upp í sjö krónur á lítrann. 24.9.2008 18:57 Unnusti Hrafnhildar í haldi Afbrýðissemi er talin orsök þess að dómenískur karlmaður myrti Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur á hótelhebergi hennar í Dóminíska lýðveldinu aðfaranótt sunnudags. 24.9.2008 18:41 Truflanir á netsambandi til útlanda Truflanir eru nú á netsambandi við útlönd vegna rofs á ljósleiðara á milli Hveragerðis og Selfoss að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Vodafone. 24.9.2008 18:25 Kópavogsbær fagnar gagnrýni Reykjavíkurborgar Kópavogsbær fagnar ábendingum og athugasemdum um skipulagstillögur í tengslum við landfyllingar og skipulagsmál á Kársnesi. 24.9.2008 18:07 Löggæslumál á Suðurnesjum munu gjalda fyrir klaufaskap Björns Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir uppsögn Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og þriggja annarra lykilstarfsmanna hjá embættinu mjög slæmar og segist mjög ósáttur við hvernig dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. 24.9.2008 17:35 Fjórir lykilstarfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hætta Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum, hefur í dag óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá að hætta störfum þann 1. október næstkomandi. Jóhann tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á starfsmannafundi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í dag. 24.9.2008 16:53 Raðbílaþjófur dæmdur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og nytjastuld. 24.9.2008 16:36 10 lögreglumenn rannsaka morðið á Hrafnhildi Tíu lögreglumenn í Dóminíska lýðveldinu rannsaka nú morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur sem fannst látin á hótelherbergi sínu skömmu eftir hádegi á mánudaginn. 24.9.2008 16:29 750 börn á biðlistum frístundaheimila - hefur fækkað um 250 Börnum sem bíða eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar hefur fækkað um 250 á síðustu tveimur vikum eftir því sem fram kemur á heimasíðu Íþrótta- og tómstundaráðs. 24.9.2008 16:05 Ákærð fyrir að bíta í eyrað á kynsystur sinni Tuttugu og fjögurra ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir líkamsárás, með því að hafa ráðist á 29 ára gamla konu aðfaranótt sunnudagsins 29. júlí 2007 við veitingahúsið Sólon í Reykjavík. 24.9.2008 15:51 Hitaveitureikningurinn hækkar Viðskiptavinir Orkuveitunnar geta átt von á því að reikningur vegna heitavatnsins hækki um 300 krónur að meðaltali um næstu mánaðamót. 24.9.2008 15:43 Kviknaði í út frá rafmagnsleiðslu Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á eldsupptökum í einbýlishúsi í Hnífsdal er lokið og er niðurstaðan að kviknað hafi í út frá rafmagnsleiðslu í timburmillivegg. 24.9.2008 15:13 Kaupstaðir á Suðurlandi færðust til í skjálfta Selfoss færðist um sautján sentímetra til suðausturs og og hækkaði um sex sentímetra í skjáltanum á Suðurlandi í vor. 24.9.2008 14:51 Kanna möguleika á áburðarverksmiðju í A-Húnavatnssýslu Hákjarni ehf., félag sem ætlað er að kanna forsendur fyrir áburðarframleiðslu, hefur verið stofnað á Blönduósi. Frá þessu er greint í héraðfréttablaðinu Feyki í Skagafirði. 24.9.2008 14:15 Hrafnhildur lést af völdum höfuðhöggs - Fjórir í haldi Lögreglan í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu hefur fjóra einstaklinga í haldi í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur. 24.9.2008 14:09 Engin ragnarök við brotthvarf Jóhanns „Það er vissulega áhyggjuefni ef það eru miklar breytingar i stjórnkerfi lögreglunnar og það gæti haft áhrif á gæði þjónustunnar," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum hefur verið tilkynnt að embætti hans verði senn auglýst laust til umsóknar, án þess að hann hafi óskað eftir því. 24.9.2008 13:32 Íbúð á Hnífsdal skemmdist töluvert í eldsvoða Íbúðarhúsnæði skemmdist töluvert í eldsvoða í Hnífsdal í morgun. Fjölskylda býr í húsinu en enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Um einn og hálfan tíma tók að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn. 24.9.2008 12:47 Fagnar reglugerð um lágmarksframfærslu Þeir verst settu í hópi aldraðra og öryrkja eru í fyrsta skipti í þrettán ár komnir með hærri tekjur en þeir sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði, eftir að félagsmálaráðherra undirritaði reglugerð sem hækkaði tekjur þessara hópa umtalsvert. 24.9.2008 12:45 Kastaði sér út úr bíl áður en hann fór niður gil Ökumaður bifreiðar náði að kasta sér út úr henni áður en hún fór tugi metra niður snarbratt gil við Vatnsdalsveg norðan Tungu á sunnudag. 24.9.2008 12:37 Segja lokun MS áfall fyrir Blönduós Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að loka mjókurbúinu á Blönduósi frá og með næstu áramótum, en þar hafa tíu manns unnið. Bæjarstjórnarmenn segja að þetta sé áfall fyrir bæinn og komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. 24.9.2008 12:30 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24.9.2008 12:28 Helmingi minni sala á notuðum sumarhúsum en í fyrra Nærri helmingi færri hafa keypt sér notuð sumarhús á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. 24.9.2008 12:15 Peningastefnan hafi ekki beðið skipbrot Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, segir að gild rök hafi verið færð fyrir því að breyta þurfi peningamálastefnunni, en hún hafi hins vegar ekki beðið skipbrot eins og margir haldi fram. 24.9.2008 12:09 Virðingarverð hugmynd hjá Helga Hugmynd Helga Hjörvar um að selja Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera er virðingaverð að mati Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. 24.9.2008 12:02 Sprautunálar í Laugardal - þrjú sjónarhorn einnar manneskju Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. 24.9.2008 11:41 Útilokað að taka upp evru án ESB aðildar „Við fengum skýr svör frá Almunia," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar fundaði í morgun með Joaquin Almunia, framkvæmdastjóra efnahags- og 24.9.2008 11:37 Sleginn yfir fregnum af veikindum Ingibjargar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist sleginn yfir fregnum af veikindum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. 24.9.2008 11:34 Aðalmeðferð í máli yfirlögregluþjóns í desember Aðalmeðferð í máli yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki á hendur sýslumanninum á Sauðárkróki og ríkinu verður þann 1. desember. 24.9.2008 11:18 Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt," 24.9.2008 10:54 Ingibjörg Sólrún með góðkynja mein í höfði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er með góðkynja mein í höfði. Þetta kom í ljós við rannsókn á Mount Sinai sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. 24.9.2008 10:43 World Class sver af sér Benjamín Benjamin Þ. Þorgrímsson, sem fjallað var um í Kompási á mánudagskvöld, starfar ekki lengur hjá World Class. Þetta kemur fram í tilkynningu sem World Class sendi frá sér fyrir stundu. 24.9.2008 10:14 Lögreglan lýsir eftir golfbíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir golfbíl sem var svikinn út hjá umboðsaðila í lok júlí í sumar en mikilvægt er að finna bílinn vegna rannsóknar málsins. Um er að ræða golfbíl eins og sést á meðfylgjandi mynd. 24.9.2008 09:33 Varað við vatnavöxtum í ám á hálendi Lögreglan á Hvolsvelli varar við miklum vatnavöxtum í ám á hálendi innan umdæmisins. Samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum í morgun eru ár á Þórsmerkurleið ófærar. 24.9.2008 09:26 Verðbólga lækkar í 14 prósent Verðbólga í septembermánuði mælist 14 prósent samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs. Hefur hún minnkað um hálft prósentustig frá fyrra mánuði þegar verðbólgan var 14.5 prósent. Greiningardeildir bankanna höfðu spáð því að ársverðbólga yrði á bilinu 14,3-14,4 prósent. 24.9.2008 09:04 Alþjóðleg stemmning í fangageymslum nyrðra Tveir drukknir útlendingar óku niður ljósastaur á Akureyri seint í gærkvöldi. Þrátt fyrir miklar skemmdir var bíllinn ökufær eftir atvikið og reyndu þeir að stinga af, en lögregla náði þeim og vistaði þá í fangageymslum. 24.9.2008 07:17 Ölvaður maður inn á stofugólf Heimilisfólk í íbúð í austurborginni vaknaði við það í nótt að ókunnugur og áberandi drukkinn maður var kominn þar inn á gólf. Þegar hann varð íbúanna var lagði hann á flótta og er ekki vitað hver hann er. Í ljós kom að íbúðin var ólæst og hvetur lögregla fólk til að læsa hýbýlum sínum fyrir nóttina. 24.9.2008 07:14 Skora á Sigurjón til formennsku Stjórn kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík-norður skorar á Sigurjón Þórðarson fyrrverandi alþingismann að gefa kost á sér til formennsku í flokknum á landsþingi flokksins í janúar. 24.9.2008 07:09 Mjólkursamsalan hættir á Blönduósi Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að loka mjókurbúinu á Blönduósi frá og með næstu áramótum, en þar hafa tíu manns unnið. 24.9.2008 07:08 Hóflega bjartsýnn á gengi Íslands Geir H. Haarde forsætisráðherra kveðst vera hóflega bjartsýnn á árangur Íslands í kosningunni til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fram fer eftir rúmar fjórar vikur. Vísir náði tali af Geir þar sem hann er staddur í New York ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem þau taka þátt í svonefndri ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 23.9.2008 20:47 Þingmaður VG bakkar Davíð upp Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde og Davíð Oddsson tali til þjóðarinnar með nokkuð ólíkum hætti. ,,Meðan Davíð segir hlutina hispurslaust á máli sem þjóðin skilur, flýr Geir til New York á torg víxlaranna á Wall Street og biður bröskurum griða," segir jón í pistli á heimasíðu sinni. 23.9.2008 22:00 Fjölmargir teknir fyrir hraðakstur í Árbænum Brot 21 ökumanns var myndað á Selásbraut í Árbæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Selásbraut í norðurátt við Selásskóla. 23.9.2008 21:15 Reykjavíkurborg gagnrýnir Kópavogsbæ Reykjavíkurborg segir að fyrirhugaðar landfyllingar á Kársnesi í Kópavogi séu óásættanlegar. Þetta kemur fram í umsögn Umhverfis-og samgöngusviðs borgarinnar vegna skipulagsbreytinga á Kársnesi. Sviðið segir ótækt að eitt sveitarfélag við Skerjafjörð geti framkvæmt landfyllingu í sjó að sveitarfélagamörkum sínum án þess að spyrja aðra. 23.9.2008 21:08 Sjá næstu 50 fréttir
Jóhann: Óeðlileg samskipti við Björn Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, segir að frá því að tilkynnt var í mars um að skipta eigi lögregluembættinu upp hafi samskipti sín við Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, verið óeðlileg. Jóhann var gestur í Kastljósi fyrr í kvöld. 24.9.2008 19:50
Mörg börn hafa orðið fyrir barðinu á netperrum Stúlkur - allt að ellefu ára gamlar - hafa orðið fyrir barðinu á mönnum sem fá þær til kynferðisathafna á netinu í gegnum spjallrásir. Meiri þögn ríkir í kringum netnotkun drengja og koma því færri mál þeim tengdum til rannsóknar lögreglu. 24.9.2008 19:20
Lögreglumenn á Suðurnesjum ósáttir með duttlunga Björns Félagsmenn í Lögreglufélagi Suðurnesja eru ósáttir við ákvörðun Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra á Suðurnesja lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Þetta kemur fram í ályktun sam samþykkt var á félagsfundi Lögreglufélagsins fyrr í dag. 24.9.2008 19:04
Eldsneyti hækkaði hjá öllum olíufélögunum Eldsneyti hækkaði hjá öllum olíufélögunum í dag frá þremur og upp í sjö krónur á lítrann. 24.9.2008 18:57
Unnusti Hrafnhildar í haldi Afbrýðissemi er talin orsök þess að dómenískur karlmaður myrti Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur á hótelhebergi hennar í Dóminíska lýðveldinu aðfaranótt sunnudags. 24.9.2008 18:41
Truflanir á netsambandi til útlanda Truflanir eru nú á netsambandi við útlönd vegna rofs á ljósleiðara á milli Hveragerðis og Selfoss að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Vodafone. 24.9.2008 18:25
Kópavogsbær fagnar gagnrýni Reykjavíkurborgar Kópavogsbær fagnar ábendingum og athugasemdum um skipulagstillögur í tengslum við landfyllingar og skipulagsmál á Kársnesi. 24.9.2008 18:07
Löggæslumál á Suðurnesjum munu gjalda fyrir klaufaskap Björns Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir uppsögn Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og þriggja annarra lykilstarfsmanna hjá embættinu mjög slæmar og segist mjög ósáttur við hvernig dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. 24.9.2008 17:35
Fjórir lykilstarfsmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hætta Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum, hefur í dag óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá að hætta störfum þann 1. október næstkomandi. Jóhann tilkynnti samstarfsfólki sínu þetta á starfsmannafundi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í dag. 24.9.2008 16:53
Raðbílaþjófur dæmdur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot, umferðarlagabrot og nytjastuld. 24.9.2008 16:36
10 lögreglumenn rannsaka morðið á Hrafnhildi Tíu lögreglumenn í Dóminíska lýðveldinu rannsaka nú morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur sem fannst látin á hótelherbergi sínu skömmu eftir hádegi á mánudaginn. 24.9.2008 16:29
750 börn á biðlistum frístundaheimila - hefur fækkað um 250 Börnum sem bíða eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar hefur fækkað um 250 á síðustu tveimur vikum eftir því sem fram kemur á heimasíðu Íþrótta- og tómstundaráðs. 24.9.2008 16:05
Ákærð fyrir að bíta í eyrað á kynsystur sinni Tuttugu og fjögurra ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir líkamsárás, með því að hafa ráðist á 29 ára gamla konu aðfaranótt sunnudagsins 29. júlí 2007 við veitingahúsið Sólon í Reykjavík. 24.9.2008 15:51
Hitaveitureikningurinn hækkar Viðskiptavinir Orkuveitunnar geta átt von á því að reikningur vegna heitavatnsins hækki um 300 krónur að meðaltali um næstu mánaðamót. 24.9.2008 15:43
Kviknaði í út frá rafmagnsleiðslu Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á eldsupptökum í einbýlishúsi í Hnífsdal er lokið og er niðurstaðan að kviknað hafi í út frá rafmagnsleiðslu í timburmillivegg. 24.9.2008 15:13
Kaupstaðir á Suðurlandi færðust til í skjálfta Selfoss færðist um sautján sentímetra til suðausturs og og hækkaði um sex sentímetra í skjáltanum á Suðurlandi í vor. 24.9.2008 14:51
Kanna möguleika á áburðarverksmiðju í A-Húnavatnssýslu Hákjarni ehf., félag sem ætlað er að kanna forsendur fyrir áburðarframleiðslu, hefur verið stofnað á Blönduósi. Frá þessu er greint í héraðfréttablaðinu Feyki í Skagafirði. 24.9.2008 14:15
Hrafnhildur lést af völdum höfuðhöggs - Fjórir í haldi Lögreglan í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu hefur fjóra einstaklinga í haldi í tengslum við morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur. 24.9.2008 14:09
Engin ragnarök við brotthvarf Jóhanns „Það er vissulega áhyggjuefni ef það eru miklar breytingar i stjórnkerfi lögreglunnar og það gæti haft áhrif á gæði þjónustunnar," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Jóhanni R. Benediktssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum hefur verið tilkynnt að embætti hans verði senn auglýst laust til umsóknar, án þess að hann hafi óskað eftir því. 24.9.2008 13:32
Íbúð á Hnífsdal skemmdist töluvert í eldsvoða Íbúðarhúsnæði skemmdist töluvert í eldsvoða í Hnífsdal í morgun. Fjölskylda býr í húsinu en enginn var heima þegar eldurinn kom upp. Um einn og hálfan tíma tók að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn. 24.9.2008 12:47
Fagnar reglugerð um lágmarksframfærslu Þeir verst settu í hópi aldraðra og öryrkja eru í fyrsta skipti í þrettán ár komnir með hærri tekjur en þeir sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði, eftir að félagsmálaráðherra undirritaði reglugerð sem hækkaði tekjur þessara hópa umtalsvert. 24.9.2008 12:45
Kastaði sér út úr bíl áður en hann fór niður gil Ökumaður bifreiðar náði að kasta sér út úr henni áður en hún fór tugi metra niður snarbratt gil við Vatnsdalsveg norðan Tungu á sunnudag. 24.9.2008 12:37
Segja lokun MS áfall fyrir Blönduós Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að loka mjókurbúinu á Blönduósi frá og með næstu áramótum, en þar hafa tíu manns unnið. Bæjarstjórnarmenn segja að þetta sé áfall fyrir bæinn og komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. 24.9.2008 12:30
Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24.9.2008 12:28
Helmingi minni sala á notuðum sumarhúsum en í fyrra Nærri helmingi færri hafa keypt sér notuð sumarhús á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. 24.9.2008 12:15
Peningastefnan hafi ekki beðið skipbrot Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, segir að gild rök hafi verið færð fyrir því að breyta þurfi peningamálastefnunni, en hún hafi hins vegar ekki beðið skipbrot eins og margir haldi fram. 24.9.2008 12:09
Virðingarverð hugmynd hjá Helga Hugmynd Helga Hjörvar um að selja Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera er virðingaverð að mati Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. 24.9.2008 12:02
Sprautunálar í Laugardal - þrjú sjónarhorn einnar manneskju Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. 24.9.2008 11:41
Útilokað að taka upp evru án ESB aðildar „Við fengum skýr svör frá Almunia," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar fundaði í morgun með Joaquin Almunia, framkvæmdastjóra efnahags- og 24.9.2008 11:37
Sleginn yfir fregnum af veikindum Ingibjargar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist sleginn yfir fregnum af veikindum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. 24.9.2008 11:34
Aðalmeðferð í máli yfirlögregluþjóns í desember Aðalmeðferð í máli yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki á hendur sýslumanninum á Sauðárkróki og ríkinu verður þann 1. desember. 24.9.2008 11:18
Talið líklegt að Sigríður Björk sæki um á Suðurnesjum Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri vill hvorki játa því né neita að hún muni sækja um embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum en starfið var auglýst laust til umsóknar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt," 24.9.2008 10:54
Ingibjörg Sólrún með góðkynja mein í höfði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er með góðkynja mein í höfði. Þetta kom í ljós við rannsókn á Mount Sinai sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. 24.9.2008 10:43
World Class sver af sér Benjamín Benjamin Þ. Þorgrímsson, sem fjallað var um í Kompási á mánudagskvöld, starfar ekki lengur hjá World Class. Þetta kemur fram í tilkynningu sem World Class sendi frá sér fyrir stundu. 24.9.2008 10:14
Lögreglan lýsir eftir golfbíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir golfbíl sem var svikinn út hjá umboðsaðila í lok júlí í sumar en mikilvægt er að finna bílinn vegna rannsóknar málsins. Um er að ræða golfbíl eins og sést á meðfylgjandi mynd. 24.9.2008 09:33
Varað við vatnavöxtum í ám á hálendi Lögreglan á Hvolsvelli varar við miklum vatnavöxtum í ám á hálendi innan umdæmisins. Samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum í morgun eru ár á Þórsmerkurleið ófærar. 24.9.2008 09:26
Verðbólga lækkar í 14 prósent Verðbólga í septembermánuði mælist 14 prósent samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs. Hefur hún minnkað um hálft prósentustig frá fyrra mánuði þegar verðbólgan var 14.5 prósent. Greiningardeildir bankanna höfðu spáð því að ársverðbólga yrði á bilinu 14,3-14,4 prósent. 24.9.2008 09:04
Alþjóðleg stemmning í fangageymslum nyrðra Tveir drukknir útlendingar óku niður ljósastaur á Akureyri seint í gærkvöldi. Þrátt fyrir miklar skemmdir var bíllinn ökufær eftir atvikið og reyndu þeir að stinga af, en lögregla náði þeim og vistaði þá í fangageymslum. 24.9.2008 07:17
Ölvaður maður inn á stofugólf Heimilisfólk í íbúð í austurborginni vaknaði við það í nótt að ókunnugur og áberandi drukkinn maður var kominn þar inn á gólf. Þegar hann varð íbúanna var lagði hann á flótta og er ekki vitað hver hann er. Í ljós kom að íbúðin var ólæst og hvetur lögregla fólk til að læsa hýbýlum sínum fyrir nóttina. 24.9.2008 07:14
Skora á Sigurjón til formennsku Stjórn kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík-norður skorar á Sigurjón Þórðarson fyrrverandi alþingismann að gefa kost á sér til formennsku í flokknum á landsþingi flokksins í janúar. 24.9.2008 07:09
Mjólkursamsalan hættir á Blönduósi Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að loka mjókurbúinu á Blönduósi frá og með næstu áramótum, en þar hafa tíu manns unnið. 24.9.2008 07:08
Hóflega bjartsýnn á gengi Íslands Geir H. Haarde forsætisráðherra kveðst vera hóflega bjartsýnn á árangur Íslands í kosningunni til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fram fer eftir rúmar fjórar vikur. Vísir náði tali af Geir þar sem hann er staddur í New York ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem þau taka þátt í svonefndri ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. 23.9.2008 20:47
Þingmaður VG bakkar Davíð upp Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde og Davíð Oddsson tali til þjóðarinnar með nokkuð ólíkum hætti. ,,Meðan Davíð segir hlutina hispurslaust á máli sem þjóðin skilur, flýr Geir til New York á torg víxlaranna á Wall Street og biður bröskurum griða," segir jón í pistli á heimasíðu sinni. 23.9.2008 22:00
Fjölmargir teknir fyrir hraðakstur í Árbænum Brot 21 ökumanns var myndað á Selásbraut í Árbæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Selásbraut í norðurátt við Selásskóla. 23.9.2008 21:15
Reykjavíkurborg gagnrýnir Kópavogsbæ Reykjavíkurborg segir að fyrirhugaðar landfyllingar á Kársnesi í Kópavogi séu óásættanlegar. Þetta kemur fram í umsögn Umhverfis-og samgöngusviðs borgarinnar vegna skipulagsbreytinga á Kársnesi. Sviðið segir ótækt að eitt sveitarfélag við Skerjafjörð geti framkvæmt landfyllingu í sjó að sveitarfélagamörkum sínum án þess að spyrja aðra. 23.9.2008 21:08