Innlent

Nýjasta varðskip Dana til sýnis

Knud Rasmussen er nýjasta varðskip Dana.
Knud Rasmussen er nýjasta varðskip Dana.

Danska varðskipið Knud Rasmussen verður opið almenningi á laugardag milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka. Þetta er nýjasta varðskip Danmerkur.

Skipið var nefnt eftir danska landkönnuðinum Knud Rasmussen. Það er ætlað til eftirlits- og björgunarstarfa á hafinu umhverfis Grænland og sérútbúið sem slíkt.

Um borð er 12 m langur björgunarbátur sem er sjósettur úr skutrennu skipsins.

Talsverð endurnýjun danska flotans stendur nú yfir og tvö skip af sömu tegund bætast brátt við.

Öll skipin verða staðsett á Grænlandi og leysa af hólmi skip sem þjónað hafa á þeim slóðum síðastliðin fjörtíu ár.

Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um langt skeið átt með sér náið samstarf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×