Innlent

Hækkun Orkuveitunnar vekur hörð viðbrögð

Gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar ætlar að draga drjúgan dilk á eftir sér. Bæjarráð Kópavogs og Reykjavíkurborg eru komin í hár saman og verkalýðsforkólfar boða harkaleg átök á vinnumarkaði.

Orkuveita Reykjavíkur boðar 9,7 prósenta hækkun yrði á heitavatnsgjaldi um næstu mánaðamót og ber fyrir sig hækkun kostnaðar og fjárfestingu í nýrri hitaveitu frá Hellisheiði.

Bæjarráð Kópavogs segir hækkunina vera sem olíu á verðbólgubál og komi á versta tíma. Þá skjóti það skökku við að hækkunin skuli rökstudd með vísan til fjárfestinga Orkuveitunnar en það geti vart hafa verið ætlunin að þær myndu leiða til slíkra verðhækkana hjá almenningi.

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir hækkunina hið allra versta innlegg í viðræður Samtaka Atvinnulífsins og ASÍ sem miða að því að finna forsetndur til að koma á stöðugleika.

Hann bendir á að miðstjórn ASÍ hafi reynt að vara stjórnvöld við því að hrina af hækkunum á opinberum gjaldskrám fari af stað. Fordæmið sé slæmt.

Að mati Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins felur hækkunin í sér skilaboð til launamanna að stjórnmálamönnum telji laun geta hækkað á móti.

Upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar vísar meðal annars í hækkun byggingavísitölu síðustu 12 mánuði sem kostnaðarauka.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×