Innlent

Ingibjörg kvartaði yfir Rússaflugi við Lavrov

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gerði alvarlegar athugasemdir við flug rússneskra herflugvéla í kringum Ísland á fundi sínum með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins að Ingibjörg Sólrún hafi einnig lýst afstöðu íslenskra stjórnvalda til átakanna milli Rússlands og Georgíu og sagði óviðunandi að stór ríki neyttu aflsmunar gagnvart minni ríkjum.

Auk þess undirrituðu ráðherrarnir samning sem greiðir fyrir útgáfu vegabréfsáritana og ræddu ýmis hagsmunamál ríkjanna, meðal annars möguleika á frekara samstarfi í menningar-, umhverfis- og orkumálum. Ráðherrarnir voru sammála um að Norður-Heimskautsráðið gegndi lykilhlutverki varðandi málefni norðurslóða og fram kom gagnkvæmur samstarfsvilji um þau mál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×