Innlent

Getur kallað til matsmenn vegna jarða á Fljótsdalshéraði

Héraðsdómur Asturlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun geti kallað til matsmenn til að meta verðmæti jarðanna Brúar I og Brúar II á Fljótsdalshéraði. Jarðirnar voru nýttar við virkjun Jökulsár á Dal þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð.

 

Málið er hluti af deilum jarðeigenda sem land eiga að Jökulsá á Dal við Landsvirkjun um verðmæti vatnsréttindanna. Matsnefnd komst að ákveðinni niðurstöðu um skaðabætur vegna vatnsréttindanna og mat þau á 1,6 milljarð kr. Var það mat lagt fram í október í fyrra. Nær allir landeigendur sem hluta eiga að máli ákváðu að vísa því mati til dómsstóla þar sem það er nú til meðferðar.

 

Í málinu sem hér um ræðir gerði Landsvirkjun gagnkröfu á hendur eigenda fyrrgreinda jarða um að dómkvaddir yrðu tveir sérfróðir og óvilhallir menn til að skoða og meta fimm atriði. Þar á meðal hvert var talið virði vatnsréttinda við sölu einstakra jarða við Jökulsá á Dal, Jökulsá í Fljótshlíð og Kelduá árin 1980 til 2005. Einnig ætti að meta hver væri sérstakur ávinningur landeigenda við Jökulsá á Dal og Kelduá af Kárahnjúkavirkjun, umfram almennan ávinning, til dæmis vegna samninga um veiðiréttindi.

 

Þessu vildu jarðeigendurnir ekki una en nú hefur dómstólinn úrskurðað að Landsvirkjun geti kallað fyrrgreinda matsmenn til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×