Innlent

Verður vísað úr Fjölbraut vegna fíkniefnamáls

Einum nemanda verður vísað úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki eftir að áhöld til neyslu fíkniefna fundust á heimavist skólans.

Engin efni fundust en að sögn lögreglunnar gefa tækin og tólin til kynna að fíkniefnaneysla eigi sér stað á heimavistinni og ætlar lögregla að fygljast með því á næstunni.

Jón F. Hjartarson skólastjóri segir að ekkert sérstakt tilefni hafi verið til leitarinnar. „Þetta var reglubundin leit sem er fastur liður í starfi skólans," segir Jón. Hann segir að húsreglur kveði á um slíkar húsleitir og þær fari fram á hverri önn. „Ég fagna því bara mjög vel að lögreglan skyldi verða við þessum óskum okkar," segir Jón. Hann segir að í 30 ára sögu skólans minnist hann eins atviks þar sem fíkniefni hafi fundist.

Nýverið var kona handtekin á Sauðárkróki eftir að talvert af kannabisefnum og amfetamíni fannst í fórum hennar við húsleit og hefur hún játað að hafa ætlað efnin til sölu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×