Innlent

Gæsir herja á kornakra í Borgarfirði

Gæsir herja nú á kornakra í Borgarfirði og valda þar miklu tjóni. Vegna þrálátra rigninga er ekki hægt að þreskja kornið og nota gæsirnar sér það óspart og éta upp af heilu ökrunum.

Í Skessuhorni er greint frá því að bændur noti meðal annars gasbyssur til að fæla gæsina frá og skotveiðimenn hjálpla líka til en gæsin er sest á akrana aftur um leið og þeir bregða sér frá. Miðlungsstór gæsahópur mun hæglega geta étið af hálfum til einum hektara akurs á sólarhring.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×