Innlent

Vélinni í Glasgow flogið til Íslands án farþega

Flugvél á vegum Icelandair með 174 innanborðs á leið til Amsterdam sem neyddist til að lenda í Glasgow í Skotlandi í morgun verður flogið til Íslands án farþega til frekari skoðunar.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eftir rúmlega tveggja tíma flug hafi mælitæki í flugvélinni sýnt að það væri titringur í öðrum hreyflinum. Í framhaldinu tóku flugmenn vélarinnar þá ákvörðun að slökkva á honum og lenda flugvélinni í Glasgow.

Farþegum vélarinnar hefur verið boðið að fljúga með öðrum flugfélögum til Amsterdam eða þangað sem þeir voru að fara með viðkomu í Amsterdam. Það sama á við um farþega sem áttu pantað flug með Icelandair frá Amsterdam til Íslands.








Tengdar fréttir

Lentu í Glasgow vegna titrings í hreyfli

Flugvél á vegum Icelandair með 174 innanborðs á leið til Amsterdam í Hollandi neyddist til að lenda í Glasgow í Skotlandi fyrir rúmri klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×