Stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði 25. september 2008 12:13 Það stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði að mati formanns Rafiðnaðarsambandsins. Yfirvofandi hækkanir á þjónustugjöldum opinberra fyrirtækja gefi enda ekkert annað til kynna en að laun muni hækka um álíka prósentutölu. Verð á heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 9,7 prósent um næstu mánaðamót. Orkuveitan lýtur stjórn borgarstjórnar Reykjavíkur og það kemur svo í hlut iðnaðarráðherra að staðfesta hækkunina. Að mati Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, felur hækkunin í sér skilaboð til launamanna að stjórnmálamenn telji laun geta hækkað á móti. „Þessir hinir sömu menn hafa verið að ætlast til af launamönnum að þeir beri ábyrgð á stöðugleika og axli ábyrgð, séu hógværir í kjarasamningum og þess háttar en um leið og þeir hoppa hinum megin borðsins þá hækka þeir og finnst allt í lagi að hækka þjónustugjöldin og svo framvegis. Þetta stefnir í það að hér verði mjög harkaleg átök á vinnumarkaði sem munu örugglega leiða til þess, ef menn halda áfram þessum leik, að við siglum inn í enn meiri verðbólgu og enn meiri vandræði," segir Guðmundur. Þá muni stjórnmálamenn tala um ábyrgðarleysi verkalýðsins. Hækkun kostnaðar og fjárfesting í nýrri hitaveitu frá Hellisheiði eru ástæður hækkunarinnar nú að sögn Orkuveitunnar og tekið er fram að þetta sé fyrsta verðbreyting fyrirtækisins frá því verð á heitu vatni var lækkað árið 2005. Eftirminnilegasta ástæðan sem Orkuveitan hefur gefið til verðhækkunar er þó án efa sú sem gefin var í stjórnartíð Alfreðs Þorsteinssonar þegar gott veður varð til þess að landsmenn notuðu minna af heitu vatni og gjaldskráin því hækkuð. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Það stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði að mati formanns Rafiðnaðarsambandsins. Yfirvofandi hækkanir á þjónustugjöldum opinberra fyrirtækja gefi enda ekkert annað til kynna en að laun muni hækka um álíka prósentutölu. Verð á heitu vatni frá Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 9,7 prósent um næstu mánaðamót. Orkuveitan lýtur stjórn borgarstjórnar Reykjavíkur og það kemur svo í hlut iðnaðarráðherra að staðfesta hækkunina. Að mati Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, felur hækkunin í sér skilaboð til launamanna að stjórnmálamenn telji laun geta hækkað á móti. „Þessir hinir sömu menn hafa verið að ætlast til af launamönnum að þeir beri ábyrgð á stöðugleika og axli ábyrgð, séu hógværir í kjarasamningum og þess háttar en um leið og þeir hoppa hinum megin borðsins þá hækka þeir og finnst allt í lagi að hækka þjónustugjöldin og svo framvegis. Þetta stefnir í það að hér verði mjög harkaleg átök á vinnumarkaði sem munu örugglega leiða til þess, ef menn halda áfram þessum leik, að við siglum inn í enn meiri verðbólgu og enn meiri vandræði," segir Guðmundur. Þá muni stjórnmálamenn tala um ábyrgðarleysi verkalýðsins. Hækkun kostnaðar og fjárfesting í nýrri hitaveitu frá Hellisheiði eru ástæður hækkunarinnar nú að sögn Orkuveitunnar og tekið er fram að þetta sé fyrsta verðbreyting fyrirtækisins frá því verð á heitu vatni var lækkað árið 2005. Eftirminnilegasta ástæðan sem Orkuveitan hefur gefið til verðhækkunar er þó án efa sú sem gefin var í stjórnartíð Alfreðs Þorsteinssonar þegar gott veður varð til þess að landsmenn notuðu minna af heitu vatni og gjaldskráin því hækkuð.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira