Innlent

Vinna að aðgerðum í félagslega húsnæðiskerfinu

MYND/Páll Bergmann

Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að skipa stýrihóp sem ætlað er að fara yfir reglur Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur og skoða úrræði og möguleika er varða húsnæðismál.

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að hækkandi húsnæðisverð á síðustu árum hafi gert mörgum ókleift að kaupa eigin húsnæði og ofan á það hafi nú lagst verðbólga og minnkandi kaupmáttur.

Því mun stýrihópurinn skoða möguleika á skammtímalausnum á húsnæðismarkaði, t.d. leigu til þriggja ára þar sem einstaklingar hefðu möguleika á að kaupa húsnæði á ákveðnum kjörum eftir þriggja ára leigutíma.

Þá á hópurinn einnig að skoða hvort lausnir felist í því að útvíkka leigusvæðið um allt höfuðborgarsvæðið og jafnvel athuga möguleikann á félagslegu leiguhúsnæði hjá öðrum aðilum en Félagsbústöðum. Hópurinn mun skila tillögum til Velferðarráðs á fundi ráðsins þann 11. nóvember næstkomandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×