Innlent

Aldrei fleiri grunnskólanemar sem læra ensku

MYND/GVA

Ríflega 33 þúsund grunnskólanemar lögðu stund á ensku síðastliðinn vetur og hafði þeim fjölgað um rúm ellefu prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar sem gefnar eru út í tilefni af degi tungumála í Evrópu sem er á morgun.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að aldrei hafi fleiri grunnskólabörn verið að læra ensku. Dönskunemum hefur hins vegar fækkað samhliða fækkun nemenda í elstu bekkjum grunnskólans og læra nú rúmlega 18 þúsund grunnskólanemar dönsku.

Almennt hefst kennsla í ensku í fimmta bekk og í dönsku í sjöunda bekk en í nokkrum skólum hefur enskukennsla verið tekin upp allt niður í sex ára bekk. Tölur Hagstofunnar sýna enn remur að spænskan var þriðja vinsælasta erlenda málið í grunnskólum og þar á eftir kemur þýskan og hefur orðið viðsnúningur þar á milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×