Innlent

Blásið til herferðar um neytendamál

Garðar Stefánsson er verkefnastjóri neytendaherferðarinnar Hugsa fyrst, kaupa svo.
Garðar Stefánsson er verkefnastjóri neytendaherferðarinnar Hugsa fyrst, kaupa svo.

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa ýtt úr vör herferð um neytendavitund sem miðar af því að efla meðvitund ungs fólks um neytendamál og kynna fyrir því hvað það felur í sér að vera meðvitaður neytandi.

Þema herferðarinnar eru siðræn og umhverfisvæn neysla auk kostnaðarvitundar, að ekki láta okra á sér. Nýverið var opnuð heimasíða í tengslum við verkefnið og þar er hægt að finna ýmsar upplýsingar um hvernig hægt er að breyta neyslumynstri og stunda siðræna og umhverfisvæna neyslu.

,,Siðræn neysla felur til dæmis í sér að kaupa vörur frá framleiðendum sem láta sér varða siðræn málefni, eins og t.d. mannréttindamál, umhverfismál, dýravernd. Með umhverfisvænni neysla högum við neyslu okkar eftir því hvaða áhrif hún hefur á umhverfið. Athugum til dæmis skaðsemi efna í framleiðslu vörunnar og endurvinnum," segir í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum.

Vefsíðu herferðarinnar - Hugsa fyrst, kaupa svo - er hægt að skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×