Innlent

Yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum: Björn gerði atlögu að Jóhanni

Eyjólfur Kristjánsson, yfirlögfræðingur lögreglunnar á Suðurnesjum sakar dómsmálaráðherra um að hafa gert atlögu að lögreglustjóranum og hrakið hann úr embætti. Dómsmálaráðherra segir þetta alrangt og eigi ekki við nokkur rök að styðjast.

Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri á Suðurnesjum, tilkynnti í gær að hann hefði óskað eftir því að láta af störfum vegna trúnaðarbrests milli embættisins og dómsmálaráðuneytisins. Þrír lykilstarfsmenn embættisins hafa einnig sagt upp en þeirra á meðal er Eyjólfur.

Deilur á milli lögreglustjórans á Suðurnesjum og dómsmálaráðuneytisins hafa að mestu snúist um fjárframlög til embættisins. Yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum hafa sagt aukafjárveitingu þurfa til að geta sinnt öllum verkefnum embættisins. Dómsmálaráðherra hefur ekki viljað auka framlögin og sagt yfirmönnum að sníða stakk eftir vexti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×