Innlent

Kópavogur mótmælir okri Orkuveitunnar

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, er formaður bæjarráðs Kópavogs.
Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, er formaður bæjarráðs Kópavogs.

Kópavogsbær mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um 10% hækkun á heitavatnsgjaldi. Tillaga þess efnir svar samþykkt einróma á fundi bæjarráðs fyrr í dag.

,,Hækkunin er sem olía á verðbólgubál og kemur því á versta tíma. Þá skjóti það skökku við að hækkunin skuli rökstudd með vísan til fjárfestinga Orkuveitunnar en það geti vart hafa verið ætlunin að þær myndu leiða til slíkra verðhækkana hjá almenningi," segir í ályktuninni.

Bæjarráð Kópavogs skorar á eigendur Orkuveitunnar, þar sem Reykjavíkurborg fer með langstærstan eignarhlut, að endurskoða ákvörðunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×