Innlent

Rannsókn á morði Hrafnhildar að ljúka

Lögregla í Dóminíska lýðveldinu er við það að ljúka rannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur og sendir málið til saksóknara í dag eða á morgun. Ekki liggur fyrir hvort einn eða fleiri verða ákærðir fyrir morðið.

Þrír eru enn í haldi lögreglunnar í Pouerto Plata í Dóminíska lýðveldinu. Í lögregluskýrslum sem fréttastofan hefur undir höndum, segir maðurinn sem er grunaður um að hafa banað Hrafnhildi Lilju, að hann hafi ekki þekkt hana nema í sjón, áður en hann fór með henni heim til hennar á föstudagskvöldið.

Að auki eru karl og kona í haldi en þessi þrjú þekktu öll hvort annað, samkvæmt upplýsingum að sögn Calderon Rafael lögreglustjóra, sem stýrir rannsókninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×