Innlent

Leit stendur yfir að frönskum ferðamanni

Leit hefur staðið yfir í alla nótt að frönskum ferðamanni, Fabien Boudry, sem lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk.

Ekkert hefur til hans spurst síðan. Fabien er um það bil 180 sm á hæð, dökkhærður með stutt hár en þykkt, klæddur í bláan jakka, með stóran bakpoka og var með myndavél um hálsinn. Þeir sem hafa orðið ferða hans varir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488-4112.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×