Innlent

Hugur lækna til kjaradeilu skýrist á morgun

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Læknafélag Íslands hefur látið kanna hug félagsmanna sinna til kjardeilu lækna við hið opinbera. Rafræn fyrirspurn var send til félagsmanna og verða niðurstöður könnunarinnar kynntar á aðalfundi Læknafélagsins sem fer fram á morgun.

Gunnar Ármannsson, formaður samninganefndar Læknafélagsins, sagði í samtali við Vísi að læknar hafi verið spurðir annars vegar hvaða launabætur þeir telji eðlilegt að hljóta og hins vegar hvað læknar séu reiðubúnir í að ganga langt til að ná fram þeim kjarabótum.

Á laugardaginn slitnaði upp úr samningaviðræðum Læknafélagsins og ríkisins og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en 1. október.




Tengdar fréttir

Óttast að læknanemar flýi land

Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins og formaður samninganefndar félagsins, óttast flótta lækna úr landi og sér í lagi nýútskrifaðra lækna vegna launakjara stéttarinnar.

Stefnir í harðvítugar deilur ríkis og lækna

Læknafélagið kannar nú hug félagsmanna sinna til verkfallsaðgerða til að knýja fram launahækkanir. Formaður samninganefndar lækna hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og segir stefna í harðvítugar deilur.

Samkomulag ljósmæðra hefur áhrif á kjaradeilu lækna

Málamiðlunartillaga ríkissáttasemjara sem ljósmæður samþykktu fyrir stundu hefur bein áhrif á kjaradeilu lækna og samninganefndar ríkissins en næsti fundur í viðræðunum hefst eftir nokkrar mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×