Innlent

Sigríður Björk líklega sett lögreglustjóri

Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir aðstoðarríkislögreglustjóri.
Dómsmálaráðherra mun líklegast setja Sigríði Björk Guðjónsdóttur aðstoðarríkislögreglustjóra tímabundið í starf lögreglustjórans á Suðurnesjum við brotthvarf Jóhanns R. Benediktssonar, samkvæmt heimildum Vísis.

Eins og greint var frá í gær hefur Jóhann, ásamt þremur lykilstarfsmönnum hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, óskað eftir lausn frá starfi þann 1. október, eða eftir sex daga. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þarf að auglýsa laus störf með tveggja vikna fyrirvara áður en að skipað er í starfið. Hins vegar má setja mann til að gegna starfinu tímabundið.

Heimildir Vísis herma að Sigríður Björk verði sett til þess að gegna embættinu tímabundið. Það verði svo auglýst laust til umsóknar í fyllingu tímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×