Innlent

Nafnið á meintum morðingja Hrafnhildar

Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir
Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir

Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttir heitir Frederick Franklin Genao. Hann er í haldi lögreglunnar í Puerto Plata og er verið að yfirheyra hann um málið.

Auk hans eru í haldi lögreglu þau Kelvin Corniel Fermín sem talinn er vera fyrrum kærasti Hrafnhildar og starfsstúlka á hótelinu, Paola Jimenez Rodriguez.

Samkvæmt fréttavefnum El Nuevo Norte er verið að rannsaka hvort þau síðarnefndu hafi verið í vitorði með meintum morðingja Hrafnhildar.

Í dag er að vænta niðurstaðna lögreglurannsókna sem gætu varpað frekar ljósi á morðið á Hrafnhildi Lilju.

Hrafnhildur var myrt í strandbænum Cabarete í Dóminíska lýðveldinu á sunndagskvöldið síðasta. Hún fannst ekki fyrr en eftir hádegi daginn eftir.

Hún hlaut þungt höfuðhögg sem talið er að hafi dregið hana til dauða. Þar að auki var hún með áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars eftir eggvopn.

Lögreglan grunar að Hrafnhildur hafi átti í ástarsambandi við hinn meinta morðingja, Franklin Genao Alias, og að morðið hafi verið "ástríðuglæpur".



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×