Fleiri fréttir Brotist inn í bifreiðar og hús í Bolungarvík Síðastliðna nótt var brotist inn í bifreiðar og farið inn í hús á nokkrum stöðum í Bolungarvík. Átta tilkynningar hafa borist lögreglu vegna þessa í dag, en vitað er að farið var inn í sex bifreiðar og ýmsum munum stolið úr þeim. Til dæmis I-pod spilara og GPS tæki. 12.9.2008 17:11 Forseti Djíbútí með flesta fylgdarmenn í fyrra Umfangsmesta heimsókn einstaks fyrirmennis fyrir lögreglu hingað til lands á síðasta ári reyndist heimsókn forseta Djíbútís, Ismails Omars Guelleh, í janúar á síðasta ári. 12.9.2008 17:06 Dýralæknir vill kæra meindýraeyði í milljónasjoppu Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir í Borgarnesi hyggst kæra meindýraeyðinn sem lógaði minknum í Leifasjoppu í gær. „Mér finnst þetta mjög gróf aðferð við að aflífa dýr Alveg hreint skelfileg bara," sagði Gunnar í samtali við Vísi. 12.9.2008 16:49 Nærri 500 tilkynningar um peningaþvætti Nærri 500 tilkynningar bárust efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í fyrra um ætlað peningaþvætti sem er fjölgun um nærri 300 á milli ára. 12.9.2008 16:43 Hælisleitandi: Við erum ekki dýr, við erum fólk „Við erum ekki dýr, við erum fólk," Segir Fazad, hælisleitandi frá Íran, og einn þeirra sem leitað var hjá í aðgerð lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. „Það komu sextíu lögreglumenn hingað með hund. Það voru allir sofandi. Þeir brutust inn í herbergin okkar og leituðu að vegabréfum og eiturlyfjum." segir Fazad. „Þeir voru með pappír frá dómara, sem enginn gat lesið af því hann var á íslensku." 12.9.2008 16:27 Vill stýra fjárveitingum til lögreglustjóra Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri vill fækka lögreglustjóraembættum enn frekar og færa fjárveitingar til lögreglumála til Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. 12.9.2008 16:13 Óttast ekki áhrif níræðs níðings á ímynd eldri borgara „Mér þykir mjög leitt að heyra þetta," segir Margrét Margeirsdóttir, formaður félags eldri borgara, um dóm yfir manni á níræðisaldri. Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á ellefu ára tímabili. 12.9.2008 15:56 Fengu afhenta leiðsöguhunda Fjórir leiðsöguhundar fyrir blint og sjónskert fólk voru í dag afhentir notendum sínum við hátíðlega athöfn í húsakynnum Blindrafélagsins. Hundarnir hafa verið þjálfaðir í hundaskóla norsku blindrasamtakanna og hefur þjálfun þeirra tekið um það bil eitt ár. 12.9.2008 15:44 Furðar sig á orðum utanríkisráðherra „Það hefur eitthvað breyst síðan kosningaloforðin voru gefin," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ekki sé hægt að ganga að kröfum ljósmæðra í einum áfanga. 12.9.2008 15:28 Játaði á sig misheppnað rán með plaströri Tuttugu og fjögurra ára karlmaður játaði í dag á sig tilraun til ráns í verslun á Akueyri fyrr á árinu og bíður nú ákvörðunar dómara um refsingu. 12.9.2008 15:19 Ekkert aldurstakmark fyrir tæplega níðræðan níðing Tæplega níræður karlmaður sem í dag var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni sínu í ellefu ár verður að öllu óbreyttu elsti fangi á Íslandi. 12.9.2008 15:19 Byrjað að steypa upp kerskála Helguvíkurálvers Byrjað var að steypa upp kerskála álvers Norðuráls í Helguvík í morgun eftir því sem segir í tilkynningu Reykjanesbæjar. 12.9.2008 14:50 Níræður dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni Tæplega níræður karlmaður hefur verið dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni sínu alla hennar barnæsku eða frá því að hún var 4 ára gömul og allt þar til að hún varð 15 ára. 12.9.2008 14:39 Biskupsstofa ætlar að fara yfir ákærur á hendur Gunnari Biskupsstofa vill ekki að svo stöddu tjá sig um mál séra Gunnars Björnssonar en Ríkissaksóknari gaf í dag út ákærur á hendur honum vegna meintra kynferðisbrota hans gegn tveimur unglingsstúlkum. 12.9.2008 14:34 Þingfundum frestað fram í septemberlok Tveggja vikna haustfundi Alþingis er lokið en á þinginu urðu níu frumvörp að lögum. 12.9.2008 14:12 Yfir 90 prósent segjast flokka sorp til endurvinnslu Níu af hverjum tíu Íslendingum segjast flokka sorp til endursvinnslu samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð. Hún var kynnt í dag um leið og hleypt var af stokkunum endurvinnsluviku þar sem kynnt verður mikilvægi endurvinnsu fyrir íslenskt samfélag. 12.9.2008 13:46 Samiðn vonsvikin með aðgerðaleysi stjórnvalda Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þróun efnahagsmála og undrast aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda. Í ályktun á fundi miðstjórnar segir að bregðast þurfi við óðaverðbólgu og háum vöxtum. 12.9.2008 13:29 Mótmæla meðferð á hælisleitendum Boðað er til mótmæla við lögreglustöðina í Njarðvík klukkan tvö í dag vegna aðgerða lögreglu á suðurnesjum gegn hælisleitendum í gær. Sms skilaboð ganga nú manna á milli um þetta. Bloggarinn Haukur Már Helgason segir á síðu sinni að mótmælin séu friðsamleg og sjálfsprottin, og engin samtök standi bak við þau. Hann hafi þó tekið að sér að senda út fréttatilkynningu um málið. 12.9.2008 13:03 Neyslan minnkar en meira borgað fyrir neysluvörur Velta í dagvöruverslun dróst saman um tvö prósent á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þegar horft er til breytilegs verðlags jókst velta dagvöruverslunar hins vegar rúm 18 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. 12.9.2008 12:54 Slapp vel þegar hann féll 10 metra í gljúfur Maður, sem féll um 10 metra ofan í gljúfur við Stóru Laxá , ofan við Flúðir í morgun, hefur verið fluttur á spítala að sögn björgunarsveitamanna. 12.9.2008 12:33 Leiður á að svara spurningum um stöðu krónunnar Því fer fjarri að krónan sé dauð að sögn forsætisráðherra sem segist vera orðinn leiður á því að svara spurningum um stöðu krónunnar. Hann segir ekki óeðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins ræði sín á millli um mögulega þjóðarsátt. 12.9.2008 12:30 Ekki klókt útspil hjá ráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir ákvörðun fjármálaráðherra að stefna ljósmæðrum fyrir ólögmætar uppsagnir, geta leitt til stigmögnunar deilunnar og að ákvörðunin sé ekki heppileg á þessum tímapunkti. 12.9.2008 12:09 Íbúðalánasjóður hefur lánað nærri 40 milljarða á árinu Íbúðalánasjóður lánaði 5,7 milljarða króna í ágúst sem er um sex prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. 12.9.2008 12:05 Fernt handtekið vegna fíkniefnamála á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði gærkvöld afskipti af þremur konum og karli í tveimur aðskildum fíkniefnamálum sem upp komu í bænum. Lögreglan leitaði í húsakynnum pars á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. 12.9.2008 11:52 Ekki stendur til að beita bráðabirgðalögum í kjaradeilu ljósmæðra Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að ekki hafi komið til umræðu eða standi til að beita bráðabirgðalögum í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 12.9.2008 11:36 Séra Gunnar ákærður fyrir kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur ákært séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 12.9.2008 11:29 Deildu um áhrif umhverfismats vegna Bakkaálvers Utanríkisráðherra sakaði Framsóknarflokkinn um þráhyggju í tengslum við umfjöllum um heildstætt umhverfismat fyrir Bakkaálver á Alþingi í dag. 12.9.2008 11:23 Fær íþróttahús MR í bakgarðinn Í kjölfar umfjöllunar Vísis um skipulagsmál Vegamótastígs 7 – 9 hafði Kristinn Ingi Jónsson, eigandi Þingholtsstrætis 14, samband við ritstjórnina og sagði frá þeirri ákvörðun skipulagsyfirvalda að reisa nýtt íþróttahús Menntaskólans í Reykjavík beinlínis í garðinum hjá honum. 12.9.2008 10:45 Ingibjörg Sólrún: Ber enga ábyrgð á samningaviðræðum við ljósmæður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segist ekki semja við ljósmæður heldur sé það í höndum fjármálaráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.9.2008 10:35 Stefna fjármálaráðherra ekki til þess fallin að leysa kjaradeilu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnar Kvennahreyfingar flokksins, segir það óheppilega vendingu og ekki til þess fallið að leysa kjaradeilu ljósmæðra að fjármálaráðherra hafi stefnt Ljósmæðrafélagi Íslands fyrir ólögmætar uppsagnir. 12.9.2008 10:30 Vill eftirlitsteymi með vistheimilinum borgarinnar Starfshópur á vegum velferðarssviðs borgarinnar leggur til að sett verði á stofn eftirlitssteymi til þess að fylgjast með vist- og meðferðarheimilum sem Reykjavíkurborg rekur. 12.9.2008 09:30 Féll 30-40 metra ofan í gljúfur við Stóru-Laxá Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir stundu vegna manns sem féll í gljúfur við Stóru-Laxá fyrir ofan Flúðir. 12.9.2008 09:28 Ók ölvuð utan í handrið Ölvuð kona ók bíl sínum utan í handrið á Óseyrarbrú, austan Þorlákshafnar, um miðnættið. Hún slapp ómeidd. Bíllinn varð óökufær við ákeyrsluna og stóð á miðri brúnni, þegar lögreglu bar að og handtók konuna, sem gistir fangageymslur. 12.9.2008 08:28 Ljósmæður reiðar fjármálaráðherra Mikil reiði kom fram á félagsfundi ljósmæðra í gærkvöldi, yfir því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra skuli hafa stefnt Ljósmæðrafélaginu fyrir ólöglegar uppsagnir í sumar og krefjist þess að þær verði dæmdar ólögmætar. 12.9.2008 07:34 Brotlenti við Egilsstaði Eins hreyfils erlend flugvél brotlenti utan flugbrautar á Egilsstöðum í gærkvöldi, en flugmaðurinn, sem er erlendur, meiddist ekki. 12.9.2008 07:04 Árni stefnir ljósmæðrum Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur fyrir hönd ríkissins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna. Stefnan barst félagi ljósmæðra síðastliðinn föstudag. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins. 11.9.2008 22:14 Ivan komst úr landi vegna mistaka lögreglu Hinn eftirlýsti Ivan Kovulenko komst óáreittur úr landi vegna mannlegra mistaka, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.9.2008 19:51 Líf minks tók endi í Leifasjoppu (myndband) Það er ekki á hverjum degi sem minkur finnst og gerir sig heimkominn við fjölbýlishús í Reykjavík. Þeim brá því heldur betur í brún systkinunum Jakobínu Helgu, Ara og Önnu Jónu Jósepsdóttur þegar þau sáu hvar einn slíkur var að spóka sig við Jórufell 10 í Breiðholti rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 11.9.2008 17:47 Vandræðaganginum verður að linna Vandræðaganginum varðandi áfangaheimili borgarinnar verður að linna, sagði Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, í bókun á borgarráðsfundi í dag. 11.9.2008 22:07 1000 enn á biðlista vegna frístundaheimila Börnum á biðlistum eftir plássi á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar hefur fækkað úr ríflega 1400 í ríflega 1000 frá því í liðinni viku. Meginástæðan fyrir þessum góða árangri er að tekist hefur að ráða fleiri starfsmenn til starfa á frístundaheimilin. Nú hafa 1800 börn fengið vistun á frístundaheimilunum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11.9.2008 21:15 Stelpunni ekki synjað vegna þyngdar Einstaklingum er ekki synjað um hjálpartæki á grundvelli þyngdar, að sögn forstöðumanns Hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar. 11.9.2008 19:30 Íslendingur flytur Víkingaskipið Íslendingur var í dag fluttur í sýningarsal á Fitjum sem opnar í Reykjanesbæ vorið 2009. Íslendingur hefur verið staðsettur við Fitjar síðastliðinn ár en þar hefur hann staðið úti fyrir gesti. Skipið sigldi til Ameríku árið 2000 í tilefni af afmæli landafundanna. 11.9.2008 19:10 Geir: Horfur í efnahagsmálum eru betri Atvinnuleysi í vetur verður minna en áður var spáð að og horfur í efnhagsmálum almennt betri að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi þessa árs var mun meiri en spár gerðu ráð fyrir. 11.9.2008 18:48 Aflþynnuframleiðsla hefst í haust Framleiðsla á aflþynnum hefst á Akureyri fyrir áramót. Þegar hafa 120 sótt um þau 90 störf sem eru í boði. 11.9.2008 18:42 Löggan lét ekki landamæraeftirlit vita af eftirlýstum ofbeldismanni Landamæradeild lögreglunnar á Suðurnesjum fékk engar tilkynningar um aukinn viðbúnað frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna Ivans Kovulenko. 11.9.2008 17:06 Sjá næstu 50 fréttir
Brotist inn í bifreiðar og hús í Bolungarvík Síðastliðna nótt var brotist inn í bifreiðar og farið inn í hús á nokkrum stöðum í Bolungarvík. Átta tilkynningar hafa borist lögreglu vegna þessa í dag, en vitað er að farið var inn í sex bifreiðar og ýmsum munum stolið úr þeim. Til dæmis I-pod spilara og GPS tæki. 12.9.2008 17:11
Forseti Djíbútí með flesta fylgdarmenn í fyrra Umfangsmesta heimsókn einstaks fyrirmennis fyrir lögreglu hingað til lands á síðasta ári reyndist heimsókn forseta Djíbútís, Ismails Omars Guelleh, í janúar á síðasta ári. 12.9.2008 17:06
Dýralæknir vill kæra meindýraeyði í milljónasjoppu Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir í Borgarnesi hyggst kæra meindýraeyðinn sem lógaði minknum í Leifasjoppu í gær. „Mér finnst þetta mjög gróf aðferð við að aflífa dýr Alveg hreint skelfileg bara," sagði Gunnar í samtali við Vísi. 12.9.2008 16:49
Nærri 500 tilkynningar um peningaþvætti Nærri 500 tilkynningar bárust efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í fyrra um ætlað peningaþvætti sem er fjölgun um nærri 300 á milli ára. 12.9.2008 16:43
Hælisleitandi: Við erum ekki dýr, við erum fólk „Við erum ekki dýr, við erum fólk," Segir Fazad, hælisleitandi frá Íran, og einn þeirra sem leitað var hjá í aðgerð lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. „Það komu sextíu lögreglumenn hingað með hund. Það voru allir sofandi. Þeir brutust inn í herbergin okkar og leituðu að vegabréfum og eiturlyfjum." segir Fazad. „Þeir voru með pappír frá dómara, sem enginn gat lesið af því hann var á íslensku." 12.9.2008 16:27
Vill stýra fjárveitingum til lögreglustjóra Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri vill fækka lögreglustjóraembættum enn frekar og færa fjárveitingar til lögreglumála til Ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. 12.9.2008 16:13
Óttast ekki áhrif níræðs níðings á ímynd eldri borgara „Mér þykir mjög leitt að heyra þetta," segir Margrét Margeirsdóttir, formaður félags eldri borgara, um dóm yfir manni á níræðisaldri. Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á ellefu ára tímabili. 12.9.2008 15:56
Fengu afhenta leiðsöguhunda Fjórir leiðsöguhundar fyrir blint og sjónskert fólk voru í dag afhentir notendum sínum við hátíðlega athöfn í húsakynnum Blindrafélagsins. Hundarnir hafa verið þjálfaðir í hundaskóla norsku blindrasamtakanna og hefur þjálfun þeirra tekið um það bil eitt ár. 12.9.2008 15:44
Furðar sig á orðum utanríkisráðherra „Það hefur eitthvað breyst síðan kosningaloforðin voru gefin," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ekki sé hægt að ganga að kröfum ljósmæðra í einum áfanga. 12.9.2008 15:28
Játaði á sig misheppnað rán með plaströri Tuttugu og fjögurra ára karlmaður játaði í dag á sig tilraun til ráns í verslun á Akueyri fyrr á árinu og bíður nú ákvörðunar dómara um refsingu. 12.9.2008 15:19
Ekkert aldurstakmark fyrir tæplega níðræðan níðing Tæplega níræður karlmaður sem í dag var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni sínu í ellefu ár verður að öllu óbreyttu elsti fangi á Íslandi. 12.9.2008 15:19
Byrjað að steypa upp kerskála Helguvíkurálvers Byrjað var að steypa upp kerskála álvers Norðuráls í Helguvík í morgun eftir því sem segir í tilkynningu Reykjanesbæjar. 12.9.2008 14:50
Níræður dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni Tæplega níræður karlmaður hefur verið dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni sínu alla hennar barnæsku eða frá því að hún var 4 ára gömul og allt þar til að hún varð 15 ára. 12.9.2008 14:39
Biskupsstofa ætlar að fara yfir ákærur á hendur Gunnari Biskupsstofa vill ekki að svo stöddu tjá sig um mál séra Gunnars Björnssonar en Ríkissaksóknari gaf í dag út ákærur á hendur honum vegna meintra kynferðisbrota hans gegn tveimur unglingsstúlkum. 12.9.2008 14:34
Þingfundum frestað fram í septemberlok Tveggja vikna haustfundi Alþingis er lokið en á þinginu urðu níu frumvörp að lögum. 12.9.2008 14:12
Yfir 90 prósent segjast flokka sorp til endurvinnslu Níu af hverjum tíu Íslendingum segjast flokka sorp til endursvinnslu samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð. Hún var kynnt í dag um leið og hleypt var af stokkunum endurvinnsluviku þar sem kynnt verður mikilvægi endurvinnsu fyrir íslenskt samfélag. 12.9.2008 13:46
Samiðn vonsvikin með aðgerðaleysi stjórnvalda Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með þróun efnahagsmála og undrast aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda. Í ályktun á fundi miðstjórnar segir að bregðast þurfi við óðaverðbólgu og háum vöxtum. 12.9.2008 13:29
Mótmæla meðferð á hælisleitendum Boðað er til mótmæla við lögreglustöðina í Njarðvík klukkan tvö í dag vegna aðgerða lögreglu á suðurnesjum gegn hælisleitendum í gær. Sms skilaboð ganga nú manna á milli um þetta. Bloggarinn Haukur Már Helgason segir á síðu sinni að mótmælin séu friðsamleg og sjálfsprottin, og engin samtök standi bak við þau. Hann hafi þó tekið að sér að senda út fréttatilkynningu um málið. 12.9.2008 13:03
Neyslan minnkar en meira borgað fyrir neysluvörur Velta í dagvöruverslun dróst saman um tvö prósent á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þegar horft er til breytilegs verðlags jókst velta dagvöruverslunar hins vegar rúm 18 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. 12.9.2008 12:54
Slapp vel þegar hann féll 10 metra í gljúfur Maður, sem féll um 10 metra ofan í gljúfur við Stóru Laxá , ofan við Flúðir í morgun, hefur verið fluttur á spítala að sögn björgunarsveitamanna. 12.9.2008 12:33
Leiður á að svara spurningum um stöðu krónunnar Því fer fjarri að krónan sé dauð að sögn forsætisráðherra sem segist vera orðinn leiður á því að svara spurningum um stöðu krónunnar. Hann segir ekki óeðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins ræði sín á millli um mögulega þjóðarsátt. 12.9.2008 12:30
Ekki klókt útspil hjá ráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir ákvörðun fjármálaráðherra að stefna ljósmæðrum fyrir ólögmætar uppsagnir, geta leitt til stigmögnunar deilunnar og að ákvörðunin sé ekki heppileg á þessum tímapunkti. 12.9.2008 12:09
Íbúðalánasjóður hefur lánað nærri 40 milljarða á árinu Íbúðalánasjóður lánaði 5,7 milljarða króna í ágúst sem er um sex prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. 12.9.2008 12:05
Fernt handtekið vegna fíkniefnamála á Akureyri Lögreglan á Akureyri hafði gærkvöld afskipti af þremur konum og karli í tveimur aðskildum fíkniefnamálum sem upp komu í bænum. Lögreglan leitaði í húsakynnum pars á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. 12.9.2008 11:52
Ekki stendur til að beita bráðabirgðalögum í kjaradeilu ljósmæðra Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að ekki hafi komið til umræðu eða standi til að beita bráðabirgðalögum í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 12.9.2008 11:36
Séra Gunnar ákærður fyrir kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur ákært séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 12.9.2008 11:29
Deildu um áhrif umhverfismats vegna Bakkaálvers Utanríkisráðherra sakaði Framsóknarflokkinn um þráhyggju í tengslum við umfjöllum um heildstætt umhverfismat fyrir Bakkaálver á Alþingi í dag. 12.9.2008 11:23
Fær íþróttahús MR í bakgarðinn Í kjölfar umfjöllunar Vísis um skipulagsmál Vegamótastígs 7 – 9 hafði Kristinn Ingi Jónsson, eigandi Þingholtsstrætis 14, samband við ritstjórnina og sagði frá þeirri ákvörðun skipulagsyfirvalda að reisa nýtt íþróttahús Menntaskólans í Reykjavík beinlínis í garðinum hjá honum. 12.9.2008 10:45
Ingibjörg Sólrún: Ber enga ábyrgð á samningaviðræðum við ljósmæður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segist ekki semja við ljósmæður heldur sé það í höndum fjármálaráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 12.9.2008 10:35
Stefna fjármálaráðherra ekki til þess fallin að leysa kjaradeilu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnar Kvennahreyfingar flokksins, segir það óheppilega vendingu og ekki til þess fallið að leysa kjaradeilu ljósmæðra að fjármálaráðherra hafi stefnt Ljósmæðrafélagi Íslands fyrir ólögmætar uppsagnir. 12.9.2008 10:30
Vill eftirlitsteymi með vistheimilinum borgarinnar Starfshópur á vegum velferðarssviðs borgarinnar leggur til að sett verði á stofn eftirlitssteymi til þess að fylgjast með vist- og meðferðarheimilum sem Reykjavíkurborg rekur. 12.9.2008 09:30
Féll 30-40 metra ofan í gljúfur við Stóru-Laxá Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir stundu vegna manns sem féll í gljúfur við Stóru-Laxá fyrir ofan Flúðir. 12.9.2008 09:28
Ók ölvuð utan í handrið Ölvuð kona ók bíl sínum utan í handrið á Óseyrarbrú, austan Þorlákshafnar, um miðnættið. Hún slapp ómeidd. Bíllinn varð óökufær við ákeyrsluna og stóð á miðri brúnni, þegar lögreglu bar að og handtók konuna, sem gistir fangageymslur. 12.9.2008 08:28
Ljósmæður reiðar fjármálaráðherra Mikil reiði kom fram á félagsfundi ljósmæðra í gærkvöldi, yfir því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra skuli hafa stefnt Ljósmæðrafélaginu fyrir ólöglegar uppsagnir í sumar og krefjist þess að þær verði dæmdar ólögmætar. 12.9.2008 07:34
Brotlenti við Egilsstaði Eins hreyfils erlend flugvél brotlenti utan flugbrautar á Egilsstöðum í gærkvöldi, en flugmaðurinn, sem er erlendur, meiddist ekki. 12.9.2008 07:04
Árni stefnir ljósmæðrum Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur fyrir hönd ríkissins stefnt félagi ljósmæðra vegna ólöglegra fjöldauppsagna. Stefnan barst félagi ljósmæðra síðastliðinn föstudag. Þetta kom fram í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins. 11.9.2008 22:14
Ivan komst úr landi vegna mistaka lögreglu Hinn eftirlýsti Ivan Kovulenko komst óáreittur úr landi vegna mannlegra mistaka, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 11.9.2008 19:51
Líf minks tók endi í Leifasjoppu (myndband) Það er ekki á hverjum degi sem minkur finnst og gerir sig heimkominn við fjölbýlishús í Reykjavík. Þeim brá því heldur betur í brún systkinunum Jakobínu Helgu, Ara og Önnu Jónu Jósepsdóttur þegar þau sáu hvar einn slíkur var að spóka sig við Jórufell 10 í Breiðholti rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 11.9.2008 17:47
Vandræðaganginum verður að linna Vandræðaganginum varðandi áfangaheimili borgarinnar verður að linna, sagði Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, í bókun á borgarráðsfundi í dag. 11.9.2008 22:07
1000 enn á biðlista vegna frístundaheimila Börnum á biðlistum eftir plássi á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar hefur fækkað úr ríflega 1400 í ríflega 1000 frá því í liðinni viku. Meginástæðan fyrir þessum góða árangri er að tekist hefur að ráða fleiri starfsmenn til starfa á frístundaheimilin. Nú hafa 1800 börn fengið vistun á frístundaheimilunum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 11.9.2008 21:15
Stelpunni ekki synjað vegna þyngdar Einstaklingum er ekki synjað um hjálpartæki á grundvelli þyngdar, að sögn forstöðumanns Hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar. 11.9.2008 19:30
Íslendingur flytur Víkingaskipið Íslendingur var í dag fluttur í sýningarsal á Fitjum sem opnar í Reykjanesbæ vorið 2009. Íslendingur hefur verið staðsettur við Fitjar síðastliðinn ár en þar hefur hann staðið úti fyrir gesti. Skipið sigldi til Ameríku árið 2000 í tilefni af afmæli landafundanna. 11.9.2008 19:10
Geir: Horfur í efnahagsmálum eru betri Atvinnuleysi í vetur verður minna en áður var spáð að og horfur í efnhagsmálum almennt betri að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi þessa árs var mun meiri en spár gerðu ráð fyrir. 11.9.2008 18:48
Aflþynnuframleiðsla hefst í haust Framleiðsla á aflþynnum hefst á Akureyri fyrir áramót. Þegar hafa 120 sótt um þau 90 störf sem eru í boði. 11.9.2008 18:42
Löggan lét ekki landamæraeftirlit vita af eftirlýstum ofbeldismanni Landamæradeild lögreglunnar á Suðurnesjum fékk engar tilkynningar um aukinn viðbúnað frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna Ivans Kovulenko. 11.9.2008 17:06