Innlent

Nærri 500 tilkynningar um peningaþvætti

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar.
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar.

Nærri 500 tilkynningar bárust efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í fyrra um ætlað peningaþvætti sem er fjölgun um nærri 300 á milli ára. Tilkynningar bárust um alls 15 fyrirtæki og stofnanir, mest 218 tilkynningar um eitt fyrirtæki eftir því sem segir í ársskýrslu embættisins fyrir síðasta ár.

Hið ætlaða peningaþvætti nam samanlagt einum milljarði króna. Einn rannsóknarlögreglumaður hefur umsjón með sérstöku verkefni er lýtur að peningaþvætti.

Skýrslan sýnir enn fremur að saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra ákærði 35 einstkalinga í fyrra í 21 máli. Af þessum málum voru 20 vegna skattalagabrota, fjórir voru ákærðir fyrir umboðssvik, einn fyrir skilasvik og 10 vegna brota á höfundarlögum. Í árslok 2007 voru tíu mál fyrir dómi, sakfelling hafði fengist í tíu málum og einu máli var lokið með svokallaðri viðurlagaákvörðun.

Í skýrslunni segir að meðferð efnahagsbrotamála sé um flest nokkuð frábrugðin meðferð annarra refsimála. „Kemur þar helst til hversu flókið, sérhæft og margslungið það umhverfi er sem brotin eru framin í. Gjarnan kemur þá til skoðunar margbreytileg löggjöf íslensks og erlends viðskiptalífs," segir í skýrslunni,.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×