Innlent

Stelpunni ekki synjað vegna þyngdar

Einstaklingum er ekki synjað um hjálpartæki á grundvelli þyngdar, að sögn forstöðumanns Hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar.

Stúlkan býr hjá foreldrum sínum á Akureyri - hún er þroskahömluð og á erfitt með hreyfingu og jafnvægi. Eins og fram kom í fréttum stöðvar tvö í gær hafa foreldrar hennar þrisvar sótt um að fá þríhjól handa henni en slíkt hjól kostar á bilinu 300 til 400 þúsund krónur. Þeim umsóknum hefur hins vegar verið synjað af hálfu Tryggingastofnunar. Í eitt skipti fengu foreldrar hennar þau svör að stúlkan væri of þung en einnig að hún væri ekki nógu fötluð til að þurfa þríhjól.

Svo virðist sem stúlkan sé stödd á gráu svæði hvað reglugerðir varðar því þrátt fyrir að eiga erfitt með hreyfingu notar stúlkan ekki hjálpartæki að staðaldri.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×