Innlent

Íslendingur flytur

Víkingaskipið Íslendingur var í dag fluttur í sýningarsal á Fitjum sem opnar í Reykjanesbæ vorið 2009. Íslendingur hefur verið staðsettur við Fitjar síðastliðinn ár en þar hefur hann staðið úti fyrir gesti. Skipið sigldi til Ameríku árið 2000 í tilefni af afmæli landafundanna.

Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og smiður Íslendings aðstoðaði við flutningana og sagðist búast við því að þeir stæðu fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Íslendingur verður settur upp á tveggja metra háa stöpla og því munu gestir geta gengið undir hann í framtíðinni eða fari í skipið af brú á annari hæð.

Íslendingur kom til Reykjanesbæjar árið 2002 og hefur síðan verið unnið að því að byggja naust fyrir skipið í Víkingaheimum sem jafnframt munu hýsa sýningu Smithsonian safnsins Vikings-The North Atlantic Saga. Gert er ráð fyrir að Víkingaheimar opni vorið 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×