Innlent

Þingfundum frestað fram í septemberlok

MYND/Stefán

Tveggja vikna haustfundi Alþingis er lokið en á þinginu urðu níu frumvörp að lögum. Síðasti þingfundur þessarar fundalotu, sem nú var haldin í fyrsta sinn í september í samræmi við ný þingskaparlög, var í dag.

Meðal frumvarpa sem samþykkt voru í þessari stuttu þingtörn var frumvarp um sjúkratryggingar sem gerir ráð fyrir nýrri stofnun, Sjúkratryggingastofnun, sem kaupa mun heilbrigðisþjónustu í landinu. Þá urðu einnig að lögum frumvörp um nálgunarbann, um alþjóðlega þróunarsamvinnu og frumvarp um breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun.

Þing kemur aftur saman 1. október og þá verður sett 136. löggjafarþing Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×