Innlent

Mótmæla meðferð á hælisleitendum

Boðað er til mótmæla við lögreglustöðina í Njarðvík klukkan tvö í dag vegna aðgerða lögreglu á suðurnesjum gegn hælisleitendum í gær. Sms skilaboð ganga nú manna á milli um þetta. Bloggarinn Haukur Már Helgason segir á síðu sinni að mótmælin séu friðsamleg og sjálfsprottin, og engin samtök standi bak við þau. Hann hafi þó tekið að sér að senda út fréttatilkynningu um málið.

Í henni krefjast mótmælendur þess að hælisleitendur hljóti sömu meðferð og ef þeir væru ráðherradætur og synir. Þá vilja þeir að lögregla tilgreini hvaða ástæður hafi verið fyrir aðkomu sérsveitarmanna að aðgerðunum, hvaða vopn þeir hafi borið og hvort þeim hafi verið beitt.

Þá vilja mótmælendur meðal annars vita hvort brotið hafi verið á mannréttindum og lýðréttindum hælisleitenda við aðgerðirnar, og hvaða lagaheimildir séu á baki þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×