Innlent

Dýralæknir vill kæra meindýraeyði í milljónasjoppu

Minkurinn sem handsamaður var í Leifasjoppu.
Minkurinn sem handsamaður var í Leifasjoppu.

Gunnar Örn Guðmundsson dýralæknir í Borgarnesi hyggst kæra meindýraeyðinn sem lógaði minnknum í Leifasjoppu í gær. „Mér finnst þetta mjög gróf aðferð við að aflífa dýr Alveg hreint skelfileg bara," sagði Gunnar í samtali við Vísi.

Hann segir að ef menn lendi í þeirri stöðu að vera komnir með svona dýr í hendur að þá eigi að aflífa það samkvæmt dýraverndunarlögum, með því að skjóta það á sársaukalausan hátt. Hann telur að í flestum tilfellum séu notuð skotvopn til að lóga minnkum innan borgarmarkanna. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni kæra þetta ef það verður ekki einhver annar fyrri til þess," segir Gunnar.

Vísir sýndi myndir af því þegar minkur fannst í Fellahverfinu í gær. Minkurinn var króaður af inni í Leifasjoppu þar sem líf hans tók snöggan endi. Þeirra bíða ólík örlög sem sækja í þessa sjoppu, því fyrir fáeinum vikum síðan keyptu hjón lottómiða þar sem gerði þau 65 milljón krónum ríkari.






Tengdar fréttir

Líf minks tók endi í Leifasjoppu (myndband)

Það er ekki á hverjum degi sem minkur finnst og gerir sig heimkominn við fjölbýlishús í Reykjavík. Þeim brá því heldur betur í brún systkinunum Jakobínu Helgu, Ara og Önnu Jónu Jósepsdóttur þegar þau sáu hvar einn slíkur var að spóka sig við Jórufell 10 í Breiðholti rétt fyrir klukkan fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×