Innlent

Slapp vel þegar hann féll 10 metra í gljúfur

Frá Laxárgljúfrum. Mynd/ Þórir Tryggvason.
Frá Laxárgljúfrum. Mynd/ Þórir Tryggvason.

Maður, sem féll um 10 metra ofan í gljúfur við Stóru Laxá , ofan við Flúðir í morgun, hefur verið fluttur á spítala að sögn björgunarsveitamanna.

Við fyrstu sín virðist hann hafa fótbrotnað en kannað verður hvort hann hafi hlotið einhver innvortis meiðsl. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út og undanfarasveit björgunarmanna var send á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og fréttist af óförum mannsins.

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að ná honum upp og flutti þyrlan hann á Slysadeild Landsspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×