Innlent

Vill eftirlitsteymi með vistheimilinum borgarinnar

Starfshópur á vegum velferðarssviðs borgarinnar leggur til að sett verði á stofn eftirlitssteymi til þess að fylgjast með vist- og meðferðarheimilum sem Reykjavíkurborg rekur.

Þetta kemur fram í minnisblaði sviðsstjóra velferðarsviðs sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær vegna fyrirspurnar minnihlutans um aðkomu Reykjavíkurborgar að málefnum Breiðavíkurheimilisins og annarra vistheimila fyrir börn.

Í minnisblaðinu kemur enn fremur fram að starfshópur hafi tekið út sólarhringsúrræði fyrir börn sem nýtt eru í dag á vegum Reykjavíkurborgar. Var það mat hópsins að á margan hátt væri vel staðið að vistun reykvískra barna á vegum borgarinnar en að formlegt eftirlit væri sýnilegt og virkt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×