Innlent

Fernt handtekið vegna fíkniefnamála á Akureyri

MYND/KK

Lögreglan á Akureyri hafði gærkvöld afskipti af þremur konum og karli í tveimur aðskildum fíkniefnamálum sem upp komu í bænum.

Lögreglan leitaði í húsakynnum pars á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þar var lagt hald á þrjú grömm af hassi og eitt gramm af amfetamíni auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu.

Í hinu málinu voru tvær konur handteknar vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við húsleit hjá þeim var hald lagt á um 32 grömm af amfetamíni og um 70 grömm af kannabisefnum auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu. Fólkið var allt látið laust að lokinni yfirheyrslu. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×