Fær íþróttahús MR í bakgarðinn Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. september 2008 10:45 Hér er samsett mynd af því hvernig garður Kristins kemur til með að líta út þegar hið nýja íþróttahús MR verður komið á sinn stað. MYND/Kristinn Ingi Jónsson Í kjölfar umfjöllunar Vísis um skipulagsmál Vegamótastígs 7 - 9 hafði Kristinn Ingi Jónsson, eigandi Þingholtsstrætis 14, samband við ritstjórnina og sagði frá þeirri ákvörðun skipulagsyfirvalda að reisa nýtt íþróttahús Menntaskólans í Reykjavík beinlínis í garðinum hjá honum. Fyrri eigendur hússins seldu menntamálaráðuneytinu hluta lóðarinnar árið 1999 en aðgerðirnar sem nú standa fyrir dyrum byggja á breytingu deiliskipulags til samræmis við verðlaunatillögu Teiknistofunnar Óðinstorgi um nýtt húsnæði MR, þar á meðal íþróttahúsið sem verður að mestu leyti niðurgrafið en sprengja þarf 15 metra niður í jörðina fyrir húsinu aðeins steinsnar frá fjórum húsum við Þingholtsstræti sem byggð eru á árunum upp úr 1880 og standa á hlöðnum ójárnabundnum grunnum. Gleymdist að auglýsa í Stjórnartíðindum Auglýsing um breytt skipulag stóð yfir frá 18. júlí til 26. ágúst árið 2005 og bárust engar athugasemdir við auglýsingunni. Skipulagsráð samþykkti tillöguna en fyrir mistök var ekki birt auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda eins og boðið er í skipulags- og byggingarlögum. Kristinn og fjölskylda hans keyptu Þingholtsstræti 14 í fyrravor og segist Kristinn vera gáttaður á því að skipulagsyfirvöldum láti sér detta það í hug að leyfa byggingu íþróttahússins nokkra metra frá húsi hans en að auki komi önnur bygging ofan á íþróttahúsið og veggur þess húss muni því vera eina útsýni hans, og fleiri íbúa við Þingholtsstræti, í vesturátt. Eins segist Kristinn gáttaður á því að fyrir skóla með 800 nemendum og 100 starfsmönnum skuli ekki gert ráð fyrir öðrum bílastæðum en fimm stæðum ætluðum fötluðum en það sé allt sem téð deiliskipulag geri ráð fyrir. Kristinn segir teikningum Teiknistofunnar Óðinstorgi hafa verið haldið frá sér þar til hann fékk úrskurð frá borginni um að mega sjá þær auk þess sem Jóhannes Kjarval, arkitekt hjá Reykjavíkurborg hafi sagt sér að reyna bara að kæra, það hefði ekkert í för með sér. „Reyndu bara að kæra" „Maður getur svo sem ekki ætlast til þess að það sé alltaf farið eftir skoðunum manns en fyrst og fremst er það dónaskapurinn og valdníðslan í borgarpólitíkinni. Þegar ég sagðist myndu kæra þetta sagði hann „Já, reyndu það bara, við fáum hérna eina til tvær kærur á okkur á viku og töpum ekki nema einu eða tveimur málum á ári," og hló svo bara að mér," útskýrði Kristinn. Jóhannes Kjarval sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um hvaða orðaskipti hefðu átt sér stað í tveggja manna tali. Hins vegar sagði hann að farið hefði verið að lögum og reglum í þessu tiltekna máli. „Það er mjög óæskilegt að standa í málum af þessu tagi en þau eru mýmörg á höfuðborgarsvæðinu," sagði Jóhannes. Kristinn hefur haft húsið á sölu síðan í vetur þar sem ætlun hans er að flytjast til Danmerkur með fjölskyldunni þar sem dóttir hans hefur fengið inni í balletskóla. Tvisvar hafa væntanlegir kaupendur bakkað út úr kaupum vegna yfirvofandi framkvæmda og það var einmitt þannig sem Kristinn komst að því hvað stæði til. Ekki hlaupið að því að sjá teikningar „Við höfum ekkert að fela í þessu máli. Þeir auglýsa í Lögbirtingarblaðinu en senda okkur ekki tilkynningu. Svo þegar nágranninn við hliðina á okkur vill fá leyfi til að byggja undir svalir hjá sér fæ ég sent bréf þar sem ég er spurður hvort ég samþykki þetta," segir Kristinn. Annars vegar var um fólk að ræða sem var komið með gildandi kaupsamning. „Ég vissi þá ekkert um þetta skipulag, það eina sem ég vissi var að menntamálaráðuneytið hefði keypt hluta af lóðinni árið 1999. Í síðara tilfellinu var ég kominn með tilboð og sá aðili vissi af skipulaginu sem í gildi var án þess að hafa séð teikningarnar af íþróttahúsinu. Hann fer svo til rektors [MR] og fær þá að sjá teikningarnar sem ekki enn þá hafa verið samþykktar. Þá sundlar hann þegar hann sér hæðarpunktana og hvernig lóðin verður. Þessum teikningum er haldið frá mér þangað til ég fæ bréf frá lögfræðideild borgarinnar þar sem þeir segjast telja eðlilegt að ég fái að sjá teikningarnar. Það bréf fer ég með til rektors sem hefur samband við Helga [Hjálmarsson, arkitekt hjá Teiknistofunni Óðinstorgi] og biður hann að sýna mér teikningarnar. Svo þegar RÚV fer að gera frétt um málið fá þeir teikningarnar sendar sem pdf-skjal eins og ekkert sé," segir Kristinn. Hann segir að til snarpra orðaskipta hafi komið þegar hann reyndi upphaflega að nálgast teikningarnar á teiknistofunni hjá Helga Hjálmarssyni. „Ég varð að róa hann niður og segja honum að ég væri ekki kominn til að rífast heldur til að fá teikningar sem þið eruð að sýna fólki sem er að kaupa af mér húsið og vill rifta kaupunum. Hann varð alveg brjálaður og sagði „Hvað heldurðu að ég sé að láta þig fá teikningar sem ert að kæra okkur og mótmæla því sem við erum að gera?"," útskýrir Kristinn. Helgi Hjálmarsson arkitekt kveður þetta á misskilningi byggt: „Þessi ágæti maður kom hérna til mín og hélt að hann geti tekið teikningarnar hérna hjá okkur sem okkur er náttúrulega ekki heimilt að afhenda án leyfis þess sem unnið er fyrir,“ sagði Helgi. „Ég sýndi honum að sjálfsögðu teikningarnar en mátti ekki afhenda þær fyrr en við fengum tilmæli um það frá okkar verkefnisstjóra. Það mega allir koma hér og skoða hjá okkur eins og þeim sýnist og það er engin leynd yfir neinu. Gögn getum við hins vegar ekki afhent án leyfis og í þessu tilfelli leyfis frá byggingarnefnd Menntaskólans sem svo var veitt,“ sagði hann enn fremur. Bauð borginni að kaupa sig út „Það er búið að semja um framkvæmdirnar löngu áður en við fréttum að þessu og þegar við komum að þessu ljúga þeir fram og til baka og það hefur aldrei verið ætlunin að hlusta neitt á okkur. Það á bara að læða þessu í gegn og svo er bara sagt „Þetta er of seint, það er búið að samþykkja þetta,"," segir Kristinn og er verulega ósáttur við sinn hlut. „Ég bauð þeim bara að kaupa mig út og þá mættu þeir eyðileggja þetta eins og þeir vildu. Þeir höfnuðu því fyrst en nú er það til skoðunar í menntamálaráðuneytinu. Það er bara verið að halda manni í gíslingu hérna. Þeir eru að fara að sprengja hérna niður 15 metra í bakgarðinum hjá mér og það er klöpp undir öllu hérna. Þetta hús er byggt 1881 af Helga Helgasyni, tónskáldi og smiði, og þeir munu gjörsamlega rústa því. Hér er ekki járnabundinn kjallari heldur hlaðinn," segir Kristinn og bætir því við að hann muni berjast til hins ýtrasta og halda rétti sínum til laga í málinu. Tengdar fréttir Eldfimt andrúmsloft vegna bílakjallara við Vegamótastíg Breytingar á deiliskipulagi vegna Vegamótastígs 7 – 9 í miðborg Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í næsta húsi sem er Grettisgata 3. Samkvæmt hinu breytta skipulagi stendur til að sprengja fyrir bílakjallara 9. september 2008 11:36 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar Vísis um skipulagsmál Vegamótastígs 7 - 9 hafði Kristinn Ingi Jónsson, eigandi Þingholtsstrætis 14, samband við ritstjórnina og sagði frá þeirri ákvörðun skipulagsyfirvalda að reisa nýtt íþróttahús Menntaskólans í Reykjavík beinlínis í garðinum hjá honum. Fyrri eigendur hússins seldu menntamálaráðuneytinu hluta lóðarinnar árið 1999 en aðgerðirnar sem nú standa fyrir dyrum byggja á breytingu deiliskipulags til samræmis við verðlaunatillögu Teiknistofunnar Óðinstorgi um nýtt húsnæði MR, þar á meðal íþróttahúsið sem verður að mestu leyti niðurgrafið en sprengja þarf 15 metra niður í jörðina fyrir húsinu aðeins steinsnar frá fjórum húsum við Þingholtsstræti sem byggð eru á árunum upp úr 1880 og standa á hlöðnum ójárnabundnum grunnum. Gleymdist að auglýsa í Stjórnartíðindum Auglýsing um breytt skipulag stóð yfir frá 18. júlí til 26. ágúst árið 2005 og bárust engar athugasemdir við auglýsingunni. Skipulagsráð samþykkti tillöguna en fyrir mistök var ekki birt auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda eins og boðið er í skipulags- og byggingarlögum. Kristinn og fjölskylda hans keyptu Þingholtsstræti 14 í fyrravor og segist Kristinn vera gáttaður á því að skipulagsyfirvöldum láti sér detta það í hug að leyfa byggingu íþróttahússins nokkra metra frá húsi hans en að auki komi önnur bygging ofan á íþróttahúsið og veggur þess húss muni því vera eina útsýni hans, og fleiri íbúa við Þingholtsstræti, í vesturátt. Eins segist Kristinn gáttaður á því að fyrir skóla með 800 nemendum og 100 starfsmönnum skuli ekki gert ráð fyrir öðrum bílastæðum en fimm stæðum ætluðum fötluðum en það sé allt sem téð deiliskipulag geri ráð fyrir. Kristinn segir teikningum Teiknistofunnar Óðinstorgi hafa verið haldið frá sér þar til hann fékk úrskurð frá borginni um að mega sjá þær auk þess sem Jóhannes Kjarval, arkitekt hjá Reykjavíkurborg hafi sagt sér að reyna bara að kæra, það hefði ekkert í för með sér. „Reyndu bara að kæra" „Maður getur svo sem ekki ætlast til þess að það sé alltaf farið eftir skoðunum manns en fyrst og fremst er það dónaskapurinn og valdníðslan í borgarpólitíkinni. Þegar ég sagðist myndu kæra þetta sagði hann „Já, reyndu það bara, við fáum hérna eina til tvær kærur á okkur á viku og töpum ekki nema einu eða tveimur málum á ári," og hló svo bara að mér," útskýrði Kristinn. Jóhannes Kjarval sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um hvaða orðaskipti hefðu átt sér stað í tveggja manna tali. Hins vegar sagði hann að farið hefði verið að lögum og reglum í þessu tiltekna máli. „Það er mjög óæskilegt að standa í málum af þessu tagi en þau eru mýmörg á höfuðborgarsvæðinu," sagði Jóhannes. Kristinn hefur haft húsið á sölu síðan í vetur þar sem ætlun hans er að flytjast til Danmerkur með fjölskyldunni þar sem dóttir hans hefur fengið inni í balletskóla. Tvisvar hafa væntanlegir kaupendur bakkað út úr kaupum vegna yfirvofandi framkvæmda og það var einmitt þannig sem Kristinn komst að því hvað stæði til. Ekki hlaupið að því að sjá teikningar „Við höfum ekkert að fela í þessu máli. Þeir auglýsa í Lögbirtingarblaðinu en senda okkur ekki tilkynningu. Svo þegar nágranninn við hliðina á okkur vill fá leyfi til að byggja undir svalir hjá sér fæ ég sent bréf þar sem ég er spurður hvort ég samþykki þetta," segir Kristinn. Annars vegar var um fólk að ræða sem var komið með gildandi kaupsamning. „Ég vissi þá ekkert um þetta skipulag, það eina sem ég vissi var að menntamálaráðuneytið hefði keypt hluta af lóðinni árið 1999. Í síðara tilfellinu var ég kominn með tilboð og sá aðili vissi af skipulaginu sem í gildi var án þess að hafa séð teikningarnar af íþróttahúsinu. Hann fer svo til rektors [MR] og fær þá að sjá teikningarnar sem ekki enn þá hafa verið samþykktar. Þá sundlar hann þegar hann sér hæðarpunktana og hvernig lóðin verður. Þessum teikningum er haldið frá mér þangað til ég fæ bréf frá lögfræðideild borgarinnar þar sem þeir segjast telja eðlilegt að ég fái að sjá teikningarnar. Það bréf fer ég með til rektors sem hefur samband við Helga [Hjálmarsson, arkitekt hjá Teiknistofunni Óðinstorgi] og biður hann að sýna mér teikningarnar. Svo þegar RÚV fer að gera frétt um málið fá þeir teikningarnar sendar sem pdf-skjal eins og ekkert sé," segir Kristinn. Hann segir að til snarpra orðaskipta hafi komið þegar hann reyndi upphaflega að nálgast teikningarnar á teiknistofunni hjá Helga Hjálmarssyni. „Ég varð að róa hann niður og segja honum að ég væri ekki kominn til að rífast heldur til að fá teikningar sem þið eruð að sýna fólki sem er að kaupa af mér húsið og vill rifta kaupunum. Hann varð alveg brjálaður og sagði „Hvað heldurðu að ég sé að láta þig fá teikningar sem ert að kæra okkur og mótmæla því sem við erum að gera?"," útskýrir Kristinn. Helgi Hjálmarsson arkitekt kveður þetta á misskilningi byggt: „Þessi ágæti maður kom hérna til mín og hélt að hann geti tekið teikningarnar hérna hjá okkur sem okkur er náttúrulega ekki heimilt að afhenda án leyfis þess sem unnið er fyrir,“ sagði Helgi. „Ég sýndi honum að sjálfsögðu teikningarnar en mátti ekki afhenda þær fyrr en við fengum tilmæli um það frá okkar verkefnisstjóra. Það mega allir koma hér og skoða hjá okkur eins og þeim sýnist og það er engin leynd yfir neinu. Gögn getum við hins vegar ekki afhent án leyfis og í þessu tilfelli leyfis frá byggingarnefnd Menntaskólans sem svo var veitt,“ sagði hann enn fremur. Bauð borginni að kaupa sig út „Það er búið að semja um framkvæmdirnar löngu áður en við fréttum að þessu og þegar við komum að þessu ljúga þeir fram og til baka og það hefur aldrei verið ætlunin að hlusta neitt á okkur. Það á bara að læða þessu í gegn og svo er bara sagt „Þetta er of seint, það er búið að samþykkja þetta,"," segir Kristinn og er verulega ósáttur við sinn hlut. „Ég bauð þeim bara að kaupa mig út og þá mættu þeir eyðileggja þetta eins og þeir vildu. Þeir höfnuðu því fyrst en nú er það til skoðunar í menntamálaráðuneytinu. Það er bara verið að halda manni í gíslingu hérna. Þeir eru að fara að sprengja hérna niður 15 metra í bakgarðinum hjá mér og það er klöpp undir öllu hérna. Þetta hús er byggt 1881 af Helga Helgasyni, tónskáldi og smiði, og þeir munu gjörsamlega rústa því. Hér er ekki járnabundinn kjallari heldur hlaðinn," segir Kristinn og bætir því við að hann muni berjast til hins ýtrasta og halda rétti sínum til laga í málinu.
Tengdar fréttir Eldfimt andrúmsloft vegna bílakjallara við Vegamótastíg Breytingar á deiliskipulagi vegna Vegamótastígs 7 – 9 í miðborg Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í næsta húsi sem er Grettisgata 3. Samkvæmt hinu breytta skipulagi stendur til að sprengja fyrir bílakjallara 9. september 2008 11:36 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Eldfimt andrúmsloft vegna bílakjallara við Vegamótastíg Breytingar á deiliskipulagi vegna Vegamótastígs 7 – 9 í miðborg Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í næsta húsi sem er Grettisgata 3. Samkvæmt hinu breytta skipulagi stendur til að sprengja fyrir bílakjallara 9. september 2008 11:36