Innlent

Stefna fjármálaráðherra ekki til þess fallin að leysa kjaradeilu

MYND/GVA

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnar Kvennahreyfingar flokksins, segir það óheppilega vendingu og ekki til þess fallið að leysa kjaradeilu ljósmæðra að fjármálaráðherra hafi stefnt Ljósmæðrafélagi Íslands fyrir ólögmætar uppsagnir.

Kjaradeilda Ljósmæðra og ríkisins er í hnút og annað verkfall ljósmæðra stendur nú yfir. Mikið annríki var á fæðingardeild Landspítalans og þurftu sængurkonur um tíma að hafast við í rúmum fram á gangi. Í gær bárust einnig fregnir af því að fjármálaráðherra hefði stefnt Ljósmæðrafélaginu fyrir ólögmætar uppsagnir.

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar sendi í síðustu viku frá sér yfirlýsingu þar sem lýst var þungum áhyggjum af kjaradeilunni og öryggi fæðandi kvenna og nýbura. Var skorað á ríkisstjórnarflokkana að leiða kjaradeiluna til lykta og standa þannig við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um endurmat launa og hefðbundinna kvennastétta.

 

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður stjórnar Kvennahreyfingarinnar, segir í samtali við Vísi að staðan í málinu sé orðin grafalvarleg. Hún segir fréttir af málssókn fjármálaráðherra vond tíðindi. „Mér finnst þetta óheppileg vending í málinu og ekki til þess fallin að leysa deiluna á þessum tímapunkti," segir Steinunn og bætir við að Kvennahreyfingin standi við yfirlýsingu sína.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×