Innlent

Byrjað að steypa upp kerskála Helguvíkurálvers

Byrjað var að steypa upp kerskála álvers Norðuráls í Helguvík í morgun eftir því sem segir í tilkynningu Reykjanesbæjar.

Þar segir einnig að framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun en alls starfa nú um 100 manns á svæðinu hjá ýmsum undirverktökum við byggingu álversins. Áætlað er að heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins verði 60-70 milljarðar íslenskra króna.

Umhverfisstofnun hefur gefið úr starfsleyfi vegna álvers í Helguvík en áformað er að það hefji álframleiðslu síðla árs 2010 og hefur það heimild til að framleiða allt að 250 þúsund tonn af áli árlega. Segir í tilkynningunni að Norðuráli sé skylt að nota besta mengunarvarnarbúnað sem til er en enn á eftir að tryggja álverinu losunarheimildir og leysa raforkuflutninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×