Fleiri fréttir Líðan Össurar enn óbreytt Líðan Össurar Össurarsonar, sem fannst meðvitundarlaus við Höfatún á laugardagsmorgun, er óbreytt. 11.9.2008 14:01 Ingibjörg býður sig fram til formanns ASÍ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir mun gefa kost á sér sem forseti ASÍ á ársfundi sambandsins í október. 11.9.2008 13:44 Dæmdur fyrir ítrekaðan þjófnað í Bónus og BYKO á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skiliorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað stolið vörum úr verslunum Bónuss og BYKO á Selfossi. 11.9.2008 13:43 Þjóðina skortir sterka leiðtoga Þjóðina skortir sterka leiðtoga. Þetta má lesa út úr nýrri könnun um gildismat Íslendinga, sem Capacent kynnti í morgun. 11.9.2008 13:28 Svar kynferðisafbrotamanns: Ég veit það ekki, ég var fullur Móðir 13 ára stúlku sem misnotuð var á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags gekk berserksgang við heimili mannsins sem níddist á dóttur hennar um helgina. 11.9.2008 13:12 Gylfi Arnbjörnsson býður sig fram til forseta ASÍ Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem forseti sambandsins en kosið verður um embættið í október. 11.9.2008 12:50 Umsóknum útlendinga um kennitölur fækkar nokkuð Átján prósentum færri útlendingar fengu úthlutað kennitölu hjá Þjóðskrá á fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 11.9.2008 12:25 Telur að Sigurjón muni ekki vinna formannsslag „Ég held að Sigurjón muni ekki vinna þann slag," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, um hugsanlegt framboð Sigurjóns Þórðarsonar til formanns flokksins. 11.9.2008 12:24 Leitað í fórum 42 hælisleitenda Hátt í 50 lögreglumenn frá mörgum embættum gerðu í morgun húsleit á sex stöðum í Reykjanesbæ hjá fólki, sem leitað hefur hælis hér á landi sem flóttamenn. Leitað var í fórum fjörutíu og tveggja hælisleitenda og gögn í fórum sumra þeirra gerð upptæk. 11.9.2008 12:04 Sængurkonur liggja frammi á gangi Miklar annir hafa verið á fæðingardeild Landspítalans frá því verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti. Sængurlegudeildin er full og þar liggja þrjár nýbakaðar mæður frammi á gangi. 11.9.2008 12:01 Ekkert í svörum ESA sem gerir kröfu um aðskilnað lána hjá Íbúðalánasjóði Í svörum Eftirlitsstofnunar EFTA við fyrirspurnum Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri - grænna, er ekkert að finna sem gerir kröfu um að Íbúðalánasjóður aðskilji félagsleg og almenn lán. Þetta fullyrti þingmaðurinn á Alþingi í dag. Formaður félags- og tryggingamálanefndar segir engar stórbreytingar á sjóðnum í pípunum. 11.9.2008 11:55 Kynbundinn launamunur eykst milli ára hjá SFR-félögum Kynbundinn launamunur hjá stéttarfélaginu SFR reyndist 17 prósent samkvæmt nýrri launakönnun sem Capacent gerði fyrir félagið. Eykst hann um þrjú prósent á milli ára. 11.9.2008 11:13 Móðir 13 ára fórnarlambs: Hann vissi vel hvað hún var gömul Móðir 13 ára stúlku sem misnotuð var af 37 ára karlmanni á Eyrabakka um helgina segist niðurbrotin. 11.9.2008 11:11 Hljóðfráar rússneskar kjarnorkusprengjuþotur við Ísland -myndband Hljóðfráar rússneskar kjarnorkusprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev 160 Blackjack hafa tvisvar flogið inn á íslenska varnarsvæðið að undanförnu, síðast í gær. 11.9.2008 11:07 Meintur mannræningi ákærður fyrir þjófnað á 0,2 tonnum af humri Liðlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í frystigám í eigu fyrirtækisins Atlastaðafisks ehf sem stóð við Fitjabraut í Reykjanesbæ og stela þaðan 170 kílógrömmum af humri, að áætluðu verðmæti 680 þúsund krónur. 11.9.2008 11:00 Í fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í eins mánaðar fangelsi fyrir ölvunarakstur en þetta var í þriðja sinn sem hann var dæmdur fyrir slíkt brot. 11.9.2008 10:15 Grunur um brot á útlendingalögum Aðgerð lögregluyfirvalda við dvalarstaði hælsileitenda í Njarðvíkum er lokið en ráðist var til inngöngu á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjaness eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. 11.9.2008 10:02 Fundu 160 grömm af kannabisefnum í íbúð á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöld þrjá karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli og gerði húsleit í íbúð í bænum í framhaldinu. 11.9.2008 09:59 Launakostnaður lækkar í verslun og viðgerðum Heildarlaunakostnaður í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu lækkaði um 0,7 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðungs þessa árs samkvæmt tölum Hagstofunnar. 11.9.2008 09:52 Landsframleiðsla eykst um fimm prósent milli ára Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um fimm prósent að raungildi á öðrum fjórðungi ársins í samanburðui við sama fjórðung í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. 11.9.2008 09:10 Íhugar ekki framboð til formanns - Styður Guðjón Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, styður Guðjón Arnar Kristjánsson til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. 11.9.2008 09:00 Stór lögregluaðgerð við híbýli hælisleitenda Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur nú yfir við gistiheimili í Njarðvík þar sem hælisleitendur eru jafnan hýstir. 11.9.2008 08:32 Enn leitað að hættulegum manni Lögregla leitar enn að liðlega þrítugum útlendingi sem hún lýsti formlega eftir í gær vegna líkamsárásar í húsi við Mánagötu um síðustu helgi. Maðurinn, sem heitir Ivan Konovalenko, er sagður hættulegur og mun eiga afbrotaferil í heimalandi sínu. 11.9.2008 08:21 Hvalurinn sem hvarf Hvalurinn, sem rak upp í fjöru í Þernuvík, innst í Ísafjarðardjúpi í gær, var á bak og burt þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang. Þetta var hnúfubakur og göntuðust viðmælendur Fréttastofunnar með það að hvalurinn hafi líklega haft eitthvað misjafnt á samviskunni og forðað sér áður en lagannna verðir komu á vettvang. 11.9.2008 08:16 Harður árekstur á bílastæði við Leifsstöð Harður árekstur varð á langtímabílastæðinu við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli laust fyrir miðnætti en engin meiddist alvarlega. 11.9.2008 08:15 2400 íbúðir standa auðar á höfuðborgarsvæðinu Að minnsta kosti 2.400 íbúðir standa tómar á höfuðborgarsvæðinu, að því er Morgunblaðið hefur eftir Ara Skúlasyni forstöðumanni greininga á fyrirtækjasviði Landsbankans. 11.9.2008 08:11 Skriða lokaði veginum um Fagradal Vegurinn um Fagradal á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar lokaðist í gærkvöldi vegna skriðufalla. Mikið vatnsveður var eystra í gær og dæmi eru um skriðuföll á þessum slóðum í miklum rigningum. 11.9.2008 08:09 Annað verkfall ljósmæðra hafið Tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti eftir árangurslausan samningafund þeirra með fulltrúum ríkisins í gær. 11.9.2008 08:07 Þorgerður Katrín heiðrar Norðurlandameistara Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, býður Norðurlandameisturum grunnskóla í skák 200, skáksveit Rimaskóla, til móttökuathafnar í Þjóðmenningarhúsinu á morgun fimmtudag. 10.9.2008 23:15 Samfylkingin er múlbundin Sjálfstæðisflokknum Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segir að Samfylkingin sé múlbundin Sjálfstæðisflokknum. Hann segir í nýlegum pistli á heimasíðu sinni merkilegt að Samfylkingin hafi staðið að frumvarpi til laga um sjúkratryggingar sem varð að lögum í dag. Þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. 10.9.2008 22:15 Guðjón óttast ekki Sigurjón Guðjón Arnar Kristjánsson hræðist ekki slag um formannsembætti Frjálslynda flokksins á næsta landsþingi flokksins. ,,Ég hef aldrei óttast kosningar og ég hef aldrei farið á tauginni yfir einni einustu kosningu," segir Guðjón og kveðst ekki hafa hug á að byrja á því núna. 10.9.2008 21:14 Lýsir eftir ríkisstjórninni og vill alvöru samráð Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðubands Íslands, lýsir eftir ríkisstjórninni og vill alvöru samráð um leiðir til að leysa efnahagsvandann til langframa. 10.9.2008 20:15 Ráðherra hótar fjármálafyrirtækjum sektum Fjármálafyrirtæki eru enn að innheimti seðilgjöld þrátt fyrir að þau séu ólögleg. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hótar sektum. 10.9.2008 19:45 Tryggingastofnun segir fatlaða stúlku of þunga Átta ára fatlaðri stúlku var synjað um þríhjól hjá Tryggingastofnun af því að hún var sögð of þung. Fáránleg mismunun, segja ættingjar. 10.9.2008 19:15 Ný þjóðarsátt? Ný þjóðarsátt kann að vera í uppsiglingu. Samtök atvinnulífsins hafa kynnt forystumönnum í verkalýðshreyfingunni svokallað tólf punkta plagg þar sem fram koma hugmyndir um hvernig megi ná jafnvægi í efnahagsmálum. 10.9.2008 18:45 Lögreglan lýsir eftir manni sem grunaður er um líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir liðlegan þrítugum manni, Ivan Konovalenko, sem grunaður um stórfellda líkamsárás í húsi í Norðurmýri í Reykjavík um síðustu helgi en þar var maður stunginn með hnífi. Hinn eftirlýsti er talinn hættulegur, að sögn lögreglunnar. 10.9.2008 18:33 Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra lokið - Verkfall hefst í kvöld Sáttafundi í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins lauk fyrir stundu. Fundinum lauk án árangurs og því hefst önnur verkfallslota ljósmæðra á miðnætti í kvöld og stendur hún í tvo daga. 10.9.2008 17:35 Dóp og sterar finnast í húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti í gærmorgun en um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á umtalsvert magn af sterum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 10.9.2008 17:28 Atvinnuleysi eykst um níu prósent en er áfram lítið Skráð atvinnuleysi í ágúst reyndist 1,2 prósent og jókst um tæp níu prósent frá fyrra mánuði. 10.9.2008 16:47 Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. 10.9.2008 16:45 Gæsluvarðhald staðfest vegna hnífstunguárásar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að pólskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa átt aðild að hnífstunguárás á samlanda sinn á Mánagötu á sunnudag, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. 10.9.2008 16:41 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla annan mann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára pilt í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skallað annan mann á með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 10.9.2008 16:26 Tveir Suðurnesjamenn ákærðir fyrir mannrán Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svipta mann frelsi sínu við Garðskagavita og færa hann nauðugan í bifreið þeirra þann 8. febrúar 2007. 10.9.2008 16:14 Byrjað að rífa hús eftir skjálfta á Suðurlandi Í morgun var byrjað að rífa fyrsta húsið af þeim þrjátíu sem eyðilögðust í jarðskjálftunum á Suðurlandi í lok maí. 10.9.2008 16:05 Einn handtekinn til viðbótar vegna árásar á Mánagötu Einn þeirra sem lögregla hefur leitað að vegna hnífstunguárásar á Mánagötu á sunnudag hefur verið handtekinn. Í fyrradag voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna sama máls en lögregla hafði fjóra pólska menn grunaða vegna málsins og voru tveir þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær til 12. september. Þriðji maðurinn er nú í yfirheyrslum en lögregla leitar enn þess fjórða. 10.9.2008 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
Líðan Össurar enn óbreytt Líðan Össurar Össurarsonar, sem fannst meðvitundarlaus við Höfatún á laugardagsmorgun, er óbreytt. 11.9.2008 14:01
Ingibjörg býður sig fram til formanns ASÍ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir mun gefa kost á sér sem forseti ASÍ á ársfundi sambandsins í október. 11.9.2008 13:44
Dæmdur fyrir ítrekaðan þjófnað í Bónus og BYKO á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skiliorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað stolið vörum úr verslunum Bónuss og BYKO á Selfossi. 11.9.2008 13:43
Þjóðina skortir sterka leiðtoga Þjóðina skortir sterka leiðtoga. Þetta má lesa út úr nýrri könnun um gildismat Íslendinga, sem Capacent kynnti í morgun. 11.9.2008 13:28
Svar kynferðisafbrotamanns: Ég veit það ekki, ég var fullur Móðir 13 ára stúlku sem misnotuð var á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags gekk berserksgang við heimili mannsins sem níddist á dóttur hennar um helgina. 11.9.2008 13:12
Gylfi Arnbjörnsson býður sig fram til forseta ASÍ Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem forseti sambandsins en kosið verður um embættið í október. 11.9.2008 12:50
Umsóknum útlendinga um kennitölur fækkar nokkuð Átján prósentum færri útlendingar fengu úthlutað kennitölu hjá Þjóðskrá á fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 11.9.2008 12:25
Telur að Sigurjón muni ekki vinna formannsslag „Ég held að Sigurjón muni ekki vinna þann slag," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, um hugsanlegt framboð Sigurjóns Þórðarsonar til formanns flokksins. 11.9.2008 12:24
Leitað í fórum 42 hælisleitenda Hátt í 50 lögreglumenn frá mörgum embættum gerðu í morgun húsleit á sex stöðum í Reykjanesbæ hjá fólki, sem leitað hefur hælis hér á landi sem flóttamenn. Leitað var í fórum fjörutíu og tveggja hælisleitenda og gögn í fórum sumra þeirra gerð upptæk. 11.9.2008 12:04
Sængurkonur liggja frammi á gangi Miklar annir hafa verið á fæðingardeild Landspítalans frá því verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti. Sængurlegudeildin er full og þar liggja þrjár nýbakaðar mæður frammi á gangi. 11.9.2008 12:01
Ekkert í svörum ESA sem gerir kröfu um aðskilnað lána hjá Íbúðalánasjóði Í svörum Eftirlitsstofnunar EFTA við fyrirspurnum Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri - grænna, er ekkert að finna sem gerir kröfu um að Íbúðalánasjóður aðskilji félagsleg og almenn lán. Þetta fullyrti þingmaðurinn á Alþingi í dag. Formaður félags- og tryggingamálanefndar segir engar stórbreytingar á sjóðnum í pípunum. 11.9.2008 11:55
Kynbundinn launamunur eykst milli ára hjá SFR-félögum Kynbundinn launamunur hjá stéttarfélaginu SFR reyndist 17 prósent samkvæmt nýrri launakönnun sem Capacent gerði fyrir félagið. Eykst hann um þrjú prósent á milli ára. 11.9.2008 11:13
Móðir 13 ára fórnarlambs: Hann vissi vel hvað hún var gömul Móðir 13 ára stúlku sem misnotuð var af 37 ára karlmanni á Eyrabakka um helgina segist niðurbrotin. 11.9.2008 11:11
Hljóðfráar rússneskar kjarnorkusprengjuþotur við Ísland -myndband Hljóðfráar rússneskar kjarnorkusprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev 160 Blackjack hafa tvisvar flogið inn á íslenska varnarsvæðið að undanförnu, síðast í gær. 11.9.2008 11:07
Meintur mannræningi ákærður fyrir þjófnað á 0,2 tonnum af humri Liðlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í frystigám í eigu fyrirtækisins Atlastaðafisks ehf sem stóð við Fitjabraut í Reykjanesbæ og stela þaðan 170 kílógrömmum af humri, að áætluðu verðmæti 680 þúsund krónur. 11.9.2008 11:00
Í fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í eins mánaðar fangelsi fyrir ölvunarakstur en þetta var í þriðja sinn sem hann var dæmdur fyrir slíkt brot. 11.9.2008 10:15
Grunur um brot á útlendingalögum Aðgerð lögregluyfirvalda við dvalarstaði hælsileitenda í Njarðvíkum er lokið en ráðist var til inngöngu á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjaness eftir því sem segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. 11.9.2008 10:02
Fundu 160 grömm af kannabisefnum í íbúð á Akureyri Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöld þrjá karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli og gerði húsleit í íbúð í bænum í framhaldinu. 11.9.2008 09:59
Launakostnaður lækkar í verslun og viðgerðum Heildarlaunakostnaður í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu lækkaði um 0,7 prósent á milli fyrsta og annars ársfjórðungs þessa árs samkvæmt tölum Hagstofunnar. 11.9.2008 09:52
Landsframleiðsla eykst um fimm prósent milli ára Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um fimm prósent að raungildi á öðrum fjórðungi ársins í samanburðui við sama fjórðung í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. 11.9.2008 09:10
Íhugar ekki framboð til formanns - Styður Guðjón Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, styður Guðjón Arnar Kristjánsson til áframhaldandi setu sem formaður flokksins. 11.9.2008 09:00
Stór lögregluaðgerð við híbýli hælisleitenda Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur nú yfir við gistiheimili í Njarðvík þar sem hælisleitendur eru jafnan hýstir. 11.9.2008 08:32
Enn leitað að hættulegum manni Lögregla leitar enn að liðlega þrítugum útlendingi sem hún lýsti formlega eftir í gær vegna líkamsárásar í húsi við Mánagötu um síðustu helgi. Maðurinn, sem heitir Ivan Konovalenko, er sagður hættulegur og mun eiga afbrotaferil í heimalandi sínu. 11.9.2008 08:21
Hvalurinn sem hvarf Hvalurinn, sem rak upp í fjöru í Þernuvík, innst í Ísafjarðardjúpi í gær, var á bak og burt þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang. Þetta var hnúfubakur og göntuðust viðmælendur Fréttastofunnar með það að hvalurinn hafi líklega haft eitthvað misjafnt á samviskunni og forðað sér áður en lagannna verðir komu á vettvang. 11.9.2008 08:16
Harður árekstur á bílastæði við Leifsstöð Harður árekstur varð á langtímabílastæðinu við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli laust fyrir miðnætti en engin meiddist alvarlega. 11.9.2008 08:15
2400 íbúðir standa auðar á höfuðborgarsvæðinu Að minnsta kosti 2.400 íbúðir standa tómar á höfuðborgarsvæðinu, að því er Morgunblaðið hefur eftir Ara Skúlasyni forstöðumanni greininga á fyrirtækjasviði Landsbankans. 11.9.2008 08:11
Skriða lokaði veginum um Fagradal Vegurinn um Fagradal á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar lokaðist í gærkvöldi vegna skriðufalla. Mikið vatnsveður var eystra í gær og dæmi eru um skriðuföll á þessum slóðum í miklum rigningum. 11.9.2008 08:09
Annað verkfall ljósmæðra hafið Tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti eftir árangurslausan samningafund þeirra með fulltrúum ríkisins í gær. 11.9.2008 08:07
Þorgerður Katrín heiðrar Norðurlandameistara Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, býður Norðurlandameisturum grunnskóla í skák 200, skáksveit Rimaskóla, til móttökuathafnar í Þjóðmenningarhúsinu á morgun fimmtudag. 10.9.2008 23:15
Samfylkingin er múlbundin Sjálfstæðisflokknum Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segir að Samfylkingin sé múlbundin Sjálfstæðisflokknum. Hann segir í nýlegum pistli á heimasíðu sinni merkilegt að Samfylkingin hafi staðið að frumvarpi til laga um sjúkratryggingar sem varð að lögum í dag. Þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. 10.9.2008 22:15
Guðjón óttast ekki Sigurjón Guðjón Arnar Kristjánsson hræðist ekki slag um formannsembætti Frjálslynda flokksins á næsta landsþingi flokksins. ,,Ég hef aldrei óttast kosningar og ég hef aldrei farið á tauginni yfir einni einustu kosningu," segir Guðjón og kveðst ekki hafa hug á að byrja á því núna. 10.9.2008 21:14
Lýsir eftir ríkisstjórninni og vill alvöru samráð Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðubands Íslands, lýsir eftir ríkisstjórninni og vill alvöru samráð um leiðir til að leysa efnahagsvandann til langframa. 10.9.2008 20:15
Ráðherra hótar fjármálafyrirtækjum sektum Fjármálafyrirtæki eru enn að innheimti seðilgjöld þrátt fyrir að þau séu ólögleg. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hótar sektum. 10.9.2008 19:45
Tryggingastofnun segir fatlaða stúlku of þunga Átta ára fatlaðri stúlku var synjað um þríhjól hjá Tryggingastofnun af því að hún var sögð of þung. Fáránleg mismunun, segja ættingjar. 10.9.2008 19:15
Ný þjóðarsátt? Ný þjóðarsátt kann að vera í uppsiglingu. Samtök atvinnulífsins hafa kynnt forystumönnum í verkalýðshreyfingunni svokallað tólf punkta plagg þar sem fram koma hugmyndir um hvernig megi ná jafnvægi í efnahagsmálum. 10.9.2008 18:45
Lögreglan lýsir eftir manni sem grunaður er um líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir liðlegan þrítugum manni, Ivan Konovalenko, sem grunaður um stórfellda líkamsárás í húsi í Norðurmýri í Reykjavík um síðustu helgi en þar var maður stunginn með hnífi. Hinn eftirlýsti er talinn hættulegur, að sögn lögreglunnar. 10.9.2008 18:33
Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra lokið - Verkfall hefst í kvöld Sáttafundi í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins lauk fyrir stundu. Fundinum lauk án árangurs og því hefst önnur verkfallslota ljósmæðra á miðnætti í kvöld og stendur hún í tvo daga. 10.9.2008 17:35
Dóp og sterar finnast í húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í Breiðholti í gærmorgun en um var að ræða bæði amfetamín og marijúana. Á sama stað var einnig lagt hald á umtalsvert magn af sterum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 10.9.2008 17:28
Atvinnuleysi eykst um níu prósent en er áfram lítið Skráð atvinnuleysi í ágúst reyndist 1,2 prósent og jókst um tæp níu prósent frá fyrra mánuði. 10.9.2008 16:47
Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. 10.9.2008 16:45
Gæsluvarðhald staðfest vegna hnífstunguárásar Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að pólskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa átt aðild að hnífstunguárás á samlanda sinn á Mánagötu á sunnudag, skuli sæta gæsluvarðhaldi fram á föstudag. 10.9.2008 16:41
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla annan mann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára pilt í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skallað annan mann á með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 10.9.2008 16:26
Tveir Suðurnesjamenn ákærðir fyrir mannrán Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svipta mann frelsi sínu við Garðskagavita og færa hann nauðugan í bifreið þeirra þann 8. febrúar 2007. 10.9.2008 16:14
Byrjað að rífa hús eftir skjálfta á Suðurlandi Í morgun var byrjað að rífa fyrsta húsið af þeim þrjátíu sem eyðilögðust í jarðskjálftunum á Suðurlandi í lok maí. 10.9.2008 16:05
Einn handtekinn til viðbótar vegna árásar á Mánagötu Einn þeirra sem lögregla hefur leitað að vegna hnífstunguárásar á Mánagötu á sunnudag hefur verið handtekinn. Í fyrradag voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna sama máls en lögregla hafði fjóra pólska menn grunaða vegna málsins og voru tveir þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær til 12. september. Þriðji maðurinn er nú í yfirheyrslum en lögregla leitar enn þess fjórða. 10.9.2008 15:45