Innlent

Geir: Horfur í efnahagsmálum eru betri

Atvinnuleysi í vetur verður minna en áður var spáð að og horfur í efnhagsmálum almennt betri að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi þessa árs var mun meiri en spár gerðu ráð fyrir.

Hagstofan birti í dag bráðabirðatölur fyrir landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi þessa árs ásamt endurskoðuðum tölum fyrir síðasta ár. Samkvæmt þeim var hagvöxtur 5 prósent á öðrum ársfjórðungi sem er nokkuð meiri hagvöxtur en upphaflega var spáð. Þá var hagvöxtur í fyrra nokkuð meiri en kom fram í fyrri áætlunum.

Geir segir verðbólguna enn vera vandamál og þjóðin þurfi að vera við öllu búin.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×