Innlent

Ingibjörg Sólrún: Ber enga ábyrgð á samningaviðræðum við ljósmæður

MYND/GVA

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segist ekki semja við ljósmæður heldur sé það í höndum fjármálaráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Alma Lísa Jóhannsdóttir, varaþingmaður Vinstri - grænna, vísaði til þess í fyrirspurn sinni að samkvæmt stjórnarsáttmálunum ætti að minnka óútskýrðan launamun um helming á kjörtímabilinu og rétta hlut kvennastétta. Benti hún á að launakönnunn SFR sýndi að launamunur kynjanna hefði aukist um þrjú prósent hjá hinu opinbera milli ára og það væri nöturlegt að þessar fréttir bærust af því á sama tíma og fjármálaráðherra hefði stefnt ljósmæðrum.

Spurði Alma Lísa hvor jafnaðarmannaflokkur Íslands ætlaði að draga ljósmæður fyrir dómstóla og sagði málið hætt að snúast um launamun og farið að minna á þvinganir. Spurði hún á hverju stæði í framkvæmd stjórnarsáttmálans og hvort ráðherra ætlaði að sitja undir þessum þvingunum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríksiráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki semja við ljósmæður heldur fjármálaráðherra. Þá sagði hún það algjörlega óviðunandi að það væri að dragast í sundur með körlum og konum hjá ríkinu. Þetta segði að það eitt skilaði ekki árangri að semja í gegnum kjarasamninga.

Það þyrfti að vera samkomulag um að hækka laun kvennastétta og þá yrðu aðrir að bíða á meðan. Það þyrfti að gera með öðrum leiðum en gegnum kjarasamninga vegna þess að í gengum stofnanir og fyrirtæki ríkisins fengju konur ekki sama hlut af gæðum og karlar. Sagði Ingibjörg unnið að málinu á vegum félagsmálaráðuneytisins.

Alma Lísa fagnaði því að utanríksiráðherra tæki undir áhyggjur af stöðu mála en enn einu sinni væri verið að tala inn í framtíðina. Ljósmæður væru í verkfalli og utanríkisráðherra væri í ríkisstjórn og hefði sitt vægi þar og gæti beitt áhrifum sínum þar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×