Ingibjörg Sólrún: Ber enga ábyrgð á samningaviðræðum við ljósmæður 12. september 2008 10:35 MYND/GVA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segist ekki semja við ljósmæður heldur sé það í höndum fjármálaráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Alma Lísa Jóhannsdóttir, varaþingmaður Vinstri - grænna, vísaði til þess í fyrirspurn sinni að samkvæmt stjórnarsáttmálunum ætti að minnka óútskýrðan launamun um helming á kjörtímabilinu og rétta hlut kvennastétta. Benti hún á að launakönnunn SFR sýndi að launamunur kynjanna hefði aukist um þrjú prósent hjá hinu opinbera milli ára og það væri nöturlegt að þessar fréttir bærust af því á sama tíma og fjármálaráðherra hefði stefnt ljósmæðrum. Spurði Alma Lísa hvor jafnaðarmannaflokkur Íslands ætlaði að draga ljósmæður fyrir dómstóla og sagði málið hætt að snúast um launamun og farið að minna á þvinganir. Spurði hún á hverju stæði í framkvæmd stjórnarsáttmálans og hvort ráðherra ætlaði að sitja undir þessum þvingunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríksiráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki semja við ljósmæður heldur fjármálaráðherra. Þá sagði hún það algjörlega óviðunandi að það væri að dragast í sundur með körlum og konum hjá ríkinu. Þetta segði að það eitt skilaði ekki árangri að semja í gegnum kjarasamninga. Það þyrfti að vera samkomulag um að hækka laun kvennastétta og þá yrðu aðrir að bíða á meðan. Það þyrfti að gera með öðrum leiðum en gegnum kjarasamninga vegna þess að í gengum stofnanir og fyrirtæki ríkisins fengju konur ekki sama hlut af gæðum og karlar. Sagði Ingibjörg unnið að málinu á vegum félagsmálaráðuneytisins. Alma Lísa fagnaði því að utanríksiráðherra tæki undir áhyggjur af stöðu mála en enn einu sinni væri verið að tala inn í framtíðina. Ljósmæður væru í verkfalli og utanríkisráðherra væri í ríkisstjórn og hefði sitt vægi þar og gæti beitt áhrifum sínum þar. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segist ekki semja við ljósmæður heldur sé það í höndum fjármálaráðherra. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Alma Lísa Jóhannsdóttir, varaþingmaður Vinstri - grænna, vísaði til þess í fyrirspurn sinni að samkvæmt stjórnarsáttmálunum ætti að minnka óútskýrðan launamun um helming á kjörtímabilinu og rétta hlut kvennastétta. Benti hún á að launakönnunn SFR sýndi að launamunur kynjanna hefði aukist um þrjú prósent hjá hinu opinbera milli ára og það væri nöturlegt að þessar fréttir bærust af því á sama tíma og fjármálaráðherra hefði stefnt ljósmæðrum. Spurði Alma Lísa hvor jafnaðarmannaflokkur Íslands ætlaði að draga ljósmæður fyrir dómstóla og sagði málið hætt að snúast um launamun og farið að minna á þvinganir. Spurði hún á hverju stæði í framkvæmd stjórnarsáttmálans og hvort ráðherra ætlaði að sitja undir þessum þvingunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríksiráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki semja við ljósmæður heldur fjármálaráðherra. Þá sagði hún það algjörlega óviðunandi að það væri að dragast í sundur með körlum og konum hjá ríkinu. Þetta segði að það eitt skilaði ekki árangri að semja í gegnum kjarasamninga. Það þyrfti að vera samkomulag um að hækka laun kvennastétta og þá yrðu aðrir að bíða á meðan. Það þyrfti að gera með öðrum leiðum en gegnum kjarasamninga vegna þess að í gengum stofnanir og fyrirtæki ríkisins fengju konur ekki sama hlut af gæðum og karlar. Sagði Ingibjörg unnið að málinu á vegum félagsmálaráðuneytisins. Alma Lísa fagnaði því að utanríksiráðherra tæki undir áhyggjur af stöðu mála en enn einu sinni væri verið að tala inn í framtíðina. Ljósmæður væru í verkfalli og utanríkisráðherra væri í ríkisstjórn og hefði sitt vægi þar og gæti beitt áhrifum sínum þar.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira