Innlent

Ivan komst úr landi vegna mistaka lögreglu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu.

Hinn eftirlýsti Ivan Kovulenko komst óáreittur úr landi vegna mannlegra mistaka, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan lýsti eftir Ivan í gær en hann er grunaður um aðild að stórfelldri líkamsárás við Snorrabraut um helgina.

Landamæradeild lögreglunnar á Suðurnesjum fékk ekki tilkynningum um aukinn viðbúnað og því komst Ivan í gær óáreittur í gegnum öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli og þaðan með flugi til London.

Ivan Kovulenko komst úr landi í gær vegna mistaka lögreglu.

,,Mannleg mistök gera það að verkum að boðin fóru ekki til landamæradeildarinnar og því fór sem fór. Það er ekkert flóknara en það," segir Friðrik Smári.

Þegar lögreglan lýsir eftir einstakling sem hún telur að sé hættulegur er hefðbundið verklag að upplýsingar um viðkomandi séu sendar með tölvupósti á landamæradeild lögreglunnar á Suðurnesjum og aðra staði, að sögn Friðriks Smára. Það var ekki gert í þetta sinn.

Friðrik Smári gerir fastlega ráð fyrir því að búið sé að lýsa eftir Ivan hjá samstarfsaðilum lögregluyfirvalda í Evrópu. Slíkar beiðnir fara í gegnum embætti Ríkislögreglustjóra.


Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir manni sem grunaður er um líkamsárás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir liðlegan þrítugum manni, Ivan Konovalenko, sem grunaður um stórfellda líkamsárás í húsi í Norðurmýri í Reykjavík um síðustu helgi en þar var maður stunginn með hnífi. Hinn eftirlýsti er talinn hættulegur, að sögn lögreglunnar.

Enn leitað að hættulegum manni

Lögregla leitar enn að liðlega þrítugum útlendingi sem hún lýsti formlega eftir í gær vegna líkamsárásar í húsi við Mánagötu um síðustu helgi. Maðurinn, sem heitir Ivan Konovalenko, er sagður hættulegur og mun eiga afbrotaferil í heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×