Innlent

Féll 30-40 metra ofan í gljúfur við Stóru-Laxá

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Árnessýslu voru kallaðar út fyrir stundu vegna manns sem féll í gljúfur við Stóru-Laxá fyrir ofan Flúðir.

Einnig eru undanfarar af höfuðborgarsvæðinu á leið á svæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fram kemur í tilkynningu Landsbjargar að er talið að maðurinn hafi fallið um 30-40 metra en ekki er vitað um ástand hans á þessari stundu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×