Innlent

Aflþynnuframleiðsla hefst í haust

Framleiðsla á aflþynnum hefst á Akureyri fyrir áramót. Þegar hafa 120 sótt um þau 90 störf sem eru í boði.

Miklar breytingar hafa orðið á Krossaneslóðinni á skömmum tíma. Ekki alls fyrir löngu var þarna bræðsluverksmiðja. Þarna er að rísa aflþynnuverksmiðja á vegum Becromal og samstarfsaðila en staða verkefnisins var kynnt í dag.

Hlutaðeigandi staðhæfa að um ræði umhverfisvænan hátækniðnað.

Framleiðsla á aflþynnum er orkufrek en á kynningarfundinum upplýstu talsmenn Becromal að búið væri að tryggja orkuna, meðal annars með 30 ára samningi við Landsvirkjun. Einnig var greint frá því að nýr verktaki, Húsbygg, hefði tekið við af ítölskum verktaka sem ekki reyndist verkinu vaxinn á Krossanesi.

Mannaráðningar hefjast væntanlega í nóvember en þegar hafa 120 sótt um störf. Alls eru 90 stöður í boði auk stjórnenda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×